Magnaður Pepsihrekkur Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2014 16:26 Bílablaðamanni á Jalopnik bílavefnum var gerður sérlega vel heppnaður hrekkur um daginn, en hrekkurinn var í raun í röð Pepsiauglýsinga þar sem fólki er komið hressilega á óvart. Í þessu tilviki lenti blaðamaðurinn þó í gríðarlegum eltingarleik gervi-leigubílsins sem hann sat í og lögreglubíls. Leigubílstjórinn tjáði honum, eftir að lögreglubíll virtist elta bílinn, að hann hefði setið í fangelsi í 10 ár og hefði lítinn áhuga á að fara aftur inn. Við það stígur hann bílinn í botn og reynir að stinga lögregluna af. Staðreyndin var sú að þetta var allt eitt leikrit og ökumaður leigubílsins var þrautreyndur NASCAR ökumaður sem kann greinilega sitt í akstursfaginu. Eltingaleikurinn endar í vöruhúsi þar sem móttökurnar koma grunlausum blaðamanninum, sem var í mikilli geðshræringu, nokkuð á óvart. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent
Bílablaðamanni á Jalopnik bílavefnum var gerður sérlega vel heppnaður hrekkur um daginn, en hrekkurinn var í raun í röð Pepsiauglýsinga þar sem fólki er komið hressilega á óvart. Í þessu tilviki lenti blaðamaðurinn þó í gríðarlegum eltingarleik gervi-leigubílsins sem hann sat í og lögreglubíls. Leigubílstjórinn tjáði honum, eftir að lögreglubíll virtist elta bílinn, að hann hefði setið í fangelsi í 10 ár og hefði lítinn áhuga á að fara aftur inn. Við það stígur hann bílinn í botn og reynir að stinga lögregluna af. Staðreyndin var sú að þetta var allt eitt leikrit og ökumaður leigubílsins var þrautreyndur NASCAR ökumaður sem kann greinilega sitt í akstursfaginu. Eltingaleikurinn endar í vöruhúsi þar sem móttökurnar koma grunlausum blaðamanninum, sem var í mikilli geðshræringu, nokkuð á óvart. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent