Ólafur Ragnar útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í rússneskum miðli Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2014 22:25 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali við rússneska miðilinn Metro. mynd/skjáskot Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali við rússneska miðilinn Metro, og skýrir hvers vegna Ísland, Grænland og Noregur geti orðið sterkt þríeyki í norðurslóðamálum utan Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. „Aðild að Evrópusambandinu er Íslandi ekki í hag af sömu ástæðum og hún er Noregi ekki í hag og sem varð til þess að Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið,“ segir Ólafur Ragnar í samtali við miðilinn. „Aðild hentar ekki vegna þess hver skipan efnahagsmála er hjá okkur, og sér í lagi hvað varðar ákvarðanir um veiðiheimildir við aðlögun að Evrópusambandinu.“ Aðspurður hvort það sé hagstæðara fyrir Ísland að vera áfram sjálfstætt ríki svaraði forsetinn: „Það er betra fyrir okkur að semja við ýmis ríki. Brátt renna upp áhugaverðir tímar hér á Atlantshafinu. Einkum fyrir Ísland, Noreg og Grænland, lönd sem ekki eru að ganga í ESB. Það nægir að horfa á hnattlíkan til að sjá þýðingu þessa þríeykis. Á þessu svæði, má búast við mikilli aukningu skipaumferðar, að teknu tilliti til vaxandi áhuga á Norðurslóðum." Ólafur Ragnar var minntur á það af blaðamanni að hann hefði fyrst rætt þessi mál við Pútin forseta fyrir 11 árum og var spurður hvað hefði breyst á þeim tíma? „Á þeim tíma taldi Pútin að best væri að ræða norðurslóðamálefnin fyrst við svæðisstjórnir eins og Yamal- Nenets Autonomous Okrug , Kamchatka og Chukotka,“ sagði Ólafur Ragnar. Á síðustu 5-7 árum hefði nálgunin í þessum málum breyst. Nú litu Pútín og rússneska utanríkisráðuneytið á norðurslóðamál sem forgangsverkefni rússneskra stjórnvalda. Nýjustu samningar tækju til leitar og björgunar á sjó og rætt væri um verkefni sem tengdust olíu á Norðurslóðum og umhverfisvernd. Þá tæki samningurinn á málum sem tengdust samskiptatækni, lagningu hlerunarkapla fyrir kafbáta og reglulegu millilandaflugi. ESB-málið Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, útskýrir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar í viðtali við rússneska miðilinn Metro, og skýrir hvers vegna Ísland, Grænland og Noregur geti orðið sterkt þríeyki í norðurslóðamálum utan Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. „Aðild að Evrópusambandinu er Íslandi ekki í hag af sömu ástæðum og hún er Noregi ekki í hag og sem varð til þess að Grænland ákvað að yfirgefa Evrópusambandið,“ segir Ólafur Ragnar í samtali við miðilinn. „Aðild hentar ekki vegna þess hver skipan efnahagsmála er hjá okkur, og sér í lagi hvað varðar ákvarðanir um veiðiheimildir við aðlögun að Evrópusambandinu.“ Aðspurður hvort það sé hagstæðara fyrir Ísland að vera áfram sjálfstætt ríki svaraði forsetinn: „Það er betra fyrir okkur að semja við ýmis ríki. Brátt renna upp áhugaverðir tímar hér á Atlantshafinu. Einkum fyrir Ísland, Noreg og Grænland, lönd sem ekki eru að ganga í ESB. Það nægir að horfa á hnattlíkan til að sjá þýðingu þessa þríeykis. Á þessu svæði, má búast við mikilli aukningu skipaumferðar, að teknu tilliti til vaxandi áhuga á Norðurslóðum." Ólafur Ragnar var minntur á það af blaðamanni að hann hefði fyrst rætt þessi mál við Pútin forseta fyrir 11 árum og var spurður hvað hefði breyst á þeim tíma? „Á þeim tíma taldi Pútin að best væri að ræða norðurslóðamálefnin fyrst við svæðisstjórnir eins og Yamal- Nenets Autonomous Okrug , Kamchatka og Chukotka,“ sagði Ólafur Ragnar. Á síðustu 5-7 árum hefði nálgunin í þessum málum breyst. Nú litu Pútín og rússneska utanríkisráðuneytið á norðurslóðamál sem forgangsverkefni rússneskra stjórnvalda. Nýjustu samningar tækju til leitar og björgunar á sjó og rætt væri um verkefni sem tengdust olíu á Norðurslóðum og umhverfisvernd. Þá tæki samningurinn á málum sem tengdust samskiptatækni, lagningu hlerunarkapla fyrir kafbáta og reglulegu millilandaflugi.
ESB-málið Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira