Spilling var orðin þjóðaríþrótt í Úkraínu Elimar Hauksson skrifar 23. febrúar 2014 20:00 Vatnaskil urðu í stjórnmálasögu Úkraínu í dag þegar þingforsetinn , Oleksander Turchinov, tók við stjórnartaumum í landinu. Allsherjar endurskipulagning á stjórn landsins er þar með hafin eftir að Viktor Janúkóvítsj, forseti, var sviptur völdum. Glundroði myndaðist í úkraínska þinginu þegar ákvörðunin var tekin og köll mótmælenda ómuðu um þingsalinn þegar breytingarnar tóku gildi. Janúkóvítsj fer enn huldu höfði er líklegt þykir að hann haldi til í austurhluta Úkraínu þar sem hann nýtur enn stuðnings. Talsmaður hans hefur ítrekað við fjölmiðla að forsetinn muni aldrei yfirgefa Úkraínu og að um valdarán sé að ræða og boðað hefur verið til kosninga í maí. Einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar,Vítalí Klitschko, mun gefa kost á sér. Mótmælendur og leiðtogar stjórnarandstöðunnar ítrekuðu í dag kröfu sína um að Janúkóvits forseti og fylgismenn hans verði sóttir til saka fyrir spillingu í starfi og fyrir að hafa beitt mótmælendur harðræði. 82 hið minnsta hafa fallið í átökunum í miðborg Kænugarðs frá því að mótmælaaðgerðir hófust fyrir þremur mánuðum. Óeirðirnar komu á óvartSergii Artamonov, frá Úkraínu hefur dvalist hér á landi síðastliðin þrjú ár í háskólanámi við Háskóla Íslands. Hann segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar óeirðinar í Úkraínu hófust fyrir þremur mánuðum. „Ég hef aldrei séð ofbeldi í Úkraínu eins og síðustu mánuði, sérstaklega núna í febrúar. Ég er hins vegar mjög ánægður að það sjái fyrir endann á ofbeldinu sem hefur átt sér stað síðustu mánuði,“ segir Sergii. Hann segir pólitíska spillingu hafa verið orðna að þjóðaríþrótt í Úkraínu sem hafi teygt anga sína um allt samfélagið í landinu og óttast að þeir stjórnmálamenn sem hafi tekið þátt í byltingunni þar í landi átti sig ekki á hve langt sú spilling teygir sig. Hann telur að frelsun fyrrum forstætisráðherra landsins, Júlíu Tímósjenkó, hafa verið jákvæða. Hún eigi þó líklega ekki afturkvæmt í úkraínsk stjórnmál. „Frelsun Tímósjenkó olli miklum viðbrögðum um allan heim. Í Úkraínu er hún hins vegar tákn fortíðar, hún stendur fyrir tíma þar villtur kapítalismi blómstraði í landinu. Sömu kynslóð stjórnmálamanna og Viktor Janúkóvitsj,“ segir Sergii. Hann bindur þó vonir við að ástandið í Úkraínu muni batna í kjölfar þess að forsetanum hefur verið komið frá völdum. Úkraína Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Vatnaskil urðu í stjórnmálasögu Úkraínu í dag þegar þingforsetinn , Oleksander Turchinov, tók við stjórnartaumum í landinu. Allsherjar endurskipulagning á stjórn landsins er þar með hafin eftir að Viktor Janúkóvítsj, forseti, var sviptur völdum. Glundroði myndaðist í úkraínska þinginu þegar ákvörðunin var tekin og köll mótmælenda ómuðu um þingsalinn þegar breytingarnar tóku gildi. Janúkóvítsj fer enn huldu höfði er líklegt þykir að hann haldi til í austurhluta Úkraínu þar sem hann nýtur enn stuðnings. Talsmaður hans hefur ítrekað við fjölmiðla að forsetinn muni aldrei yfirgefa Úkraínu og að um valdarán sé að ræða og boðað hefur verið til kosninga í maí. Einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar,Vítalí Klitschko, mun gefa kost á sér. Mótmælendur og leiðtogar stjórnarandstöðunnar ítrekuðu í dag kröfu sína um að Janúkóvits forseti og fylgismenn hans verði sóttir til saka fyrir spillingu í starfi og fyrir að hafa beitt mótmælendur harðræði. 82 hið minnsta hafa fallið í átökunum í miðborg Kænugarðs frá því að mótmælaaðgerðir hófust fyrir þremur mánuðum. Óeirðirnar komu á óvartSergii Artamonov, frá Úkraínu hefur dvalist hér á landi síðastliðin þrjú ár í háskólanámi við Háskóla Íslands. Hann segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar óeirðinar í Úkraínu hófust fyrir þremur mánuðum. „Ég hef aldrei séð ofbeldi í Úkraínu eins og síðustu mánuði, sérstaklega núna í febrúar. Ég er hins vegar mjög ánægður að það sjái fyrir endann á ofbeldinu sem hefur átt sér stað síðustu mánuði,“ segir Sergii. Hann segir pólitíska spillingu hafa verið orðna að þjóðaríþrótt í Úkraínu sem hafi teygt anga sína um allt samfélagið í landinu og óttast að þeir stjórnmálamenn sem hafi tekið þátt í byltingunni þar í landi átti sig ekki á hve langt sú spilling teygir sig. Hann telur að frelsun fyrrum forstætisráðherra landsins, Júlíu Tímósjenkó, hafa verið jákvæða. Hún eigi þó líklega ekki afturkvæmt í úkraínsk stjórnmál. „Frelsun Tímósjenkó olli miklum viðbrögðum um allan heim. Í Úkraínu er hún hins vegar tákn fortíðar, hún stendur fyrir tíma þar villtur kapítalismi blómstraði í landinu. Sömu kynslóð stjórnmálamanna og Viktor Janúkóvitsj,“ segir Sergii. Hann bindur þó vonir við að ástandið í Úkraínu muni batna í kjölfar þess að forsetanum hefur verið komið frá völdum.
Úkraína Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira