Fregnirnar koma í kjölfar þess að þjóðþing Úkraínu afréð að láta hana lausa úr haldi, en hún hafði verið dæmd til sjö ára fangelsisvistar þann 11. október 2011 fyrir misnotkun valds. Tímósjenkó hefur alla tíð haldið því fram að sakfellingin hafi verið byggð á lygavef.
Evrópusambandið hafði sett það sem eitt af skilyrðum viðskiptasamninga ESB og Úkraínu, sem Janúkovítsj hafnaði á seinasta ári og varð kveikjan að því ófremdarástandi sem ríkir nú í landinu, að Tímósjenkó yrði leyst úr haldi.
CONFIRMED - Tymoshenko left the prison hospital and now on her way to Kiev
— Alexey Yaroshevsky (@Yaro_RT) February 22, 2014