Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 27-22 | Sama lið vann fyrir sex dögum Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 22. febrúar 2014 11:42 Eyjamenn unnu leikmenn Akureyrar í dag, 27-22, í annað skiptið á einungis sex dögum og styrktu því stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Það sem skildi liðin að var markvarslan sem var mun betri hjá heimamönnum. Leikurinn byrjaði ansi fjörlega og komust Akureyringar yfir strax í byrjun með góðum sóknarleik og ennþá betri varnarleik sem virtist illviðráðanlegur fyrir Eyjamenn.Bjarni Fritzson kom sínum mönnum tveimur mörkum yfir í stöðuna 4-6 en þá mætti stuðningsmannasveit Eyjamanna í húsið og á sama tíma fengu tveir leikmenn gestanna tveggja mínútna brottvísanir. ÍBV nýtti sér liðsmuninn og skoruðu fimm mörk í röð en á þeim tíu mínútna kafla tókst gestunum ekki að koma boltanum framhjá KolbeiniArnarsyni sem stóð í marki Eyjamanna allan leikinn. Staðan í hálfleik var 10-8 en í byrjun seinni hálfleik tókst gestunum að minnka muninn niður í eitt mark með sterkum sóknar- og varnarleik eins og í upphafi leiks. Staðan var svo orðin jöfn 16-16 þegar að Bjarni Fritzson prjónaði sig í gegn og lyfti boltanum skemmtilega yfir Kolbein í markinu.Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson skoruðu næstu fimm mörk heimamanna sem komu sér í þægilega stöðu fyrir seinasta kafla leiksins. Vörn Akureyrar opnaðist upp á gátt þegar að þeir ætluðu sér að setja pressu á Eyjamenn sem nýttu sér það hrikalega vel.Guðni Ingvarsson átti frábæran leik en hann spilaði mikið bæði í vörn og sókn og nýtti öll sín færi. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri heimamanna 27-22 sem styrkja stöðu sína í 2. sætinu á meðan að gestirnir sitja í næst neðsta sæti deildarinnar og virðast vera fastir þar.Kolbeinn Aron Arnarson: Markmiðið var að halda sér uppi „Það er gott að taka þá annan leikinn í röð, mér finnst við vera algjörlega með þá,“ sagði Kolbeinn Aron Arnarson leikmaður Eyjamanna eftir sigurinn. „Við vinnum leikina okkar á vörninni. Markmiðið mitt fyrir tímabilið var bara að halda okkur í deildinni en allt sem gerist gott í viðbót við það er bara frábært,“ sagði Kolbeinn Aron sem varði 18 bolta í markinu í dag. Sóknarleikur Eyjamanna gekk illa fyrstu tuttugu mínúturnar og skoruðu þeir aðeins fjögur mörk á þeim tíma. Kolbeinn segist ekki koma nálægt því og sé aðeins í markinu en bætti þó við í gríni að hann haldi stundum að hann geti gert betur sjálfur .Heimir Örn Árnason: Við verðum að vinna næsta leik „Þetta var mjög svipaður leikur og seinast, við lendum undir en náum þeim í seinni. Munurinn er sá að þeir eru með fleiri sóknarvopn heldur en við,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir fimm marka tap í Eyjum í dag. „Þessi stóri í markinu fór bara að verja í lokin, hann stóð sig vel þó svo að hann hafi átt skilið að fá skot í hausinn fyrir atvikið í lokin,“ sagði Heimir en Kolbeinn sneri sér við og reyndi að verja með því að snúa öfugt í markinu þegar nokkrar mínútur voru eftir. „Það eru sex leikir eftir og við verðum að vinna næsta leik annars erum við fastir í þessu sæti,“ sagði Heimir að lokum en ÍR-ingar sækja leikmenn Akureyrar heim í næstu umferð. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Eyjamenn unnu leikmenn Akureyrar í dag, 27-22, í annað skiptið á einungis sex dögum og styrktu því stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Það sem skildi liðin að var markvarslan sem var mun betri hjá heimamönnum. Leikurinn byrjaði ansi fjörlega og komust Akureyringar yfir strax í byrjun með góðum sóknarleik og ennþá betri varnarleik sem virtist illviðráðanlegur fyrir Eyjamenn.Bjarni Fritzson kom sínum mönnum tveimur mörkum yfir í stöðuna 4-6 en þá mætti stuðningsmannasveit Eyjamanna í húsið og á sama tíma fengu tveir leikmenn gestanna tveggja mínútna brottvísanir. ÍBV nýtti sér liðsmuninn og skoruðu fimm mörk í röð en á þeim tíu mínútna kafla tókst gestunum ekki að koma boltanum framhjá KolbeiniArnarsyni sem stóð í marki Eyjamanna allan leikinn. Staðan í hálfleik var 10-8 en í byrjun seinni hálfleik tókst gestunum að minnka muninn niður í eitt mark með sterkum sóknar- og varnarleik eins og í upphafi leiks. Staðan var svo orðin jöfn 16-16 þegar að Bjarni Fritzson prjónaði sig í gegn og lyfti boltanum skemmtilega yfir Kolbein í markinu.Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson skoruðu næstu fimm mörk heimamanna sem komu sér í þægilega stöðu fyrir seinasta kafla leiksins. Vörn Akureyrar opnaðist upp á gátt þegar að þeir ætluðu sér að setja pressu á Eyjamenn sem nýttu sér það hrikalega vel.Guðni Ingvarsson átti frábæran leik en hann spilaði mikið bæði í vörn og sókn og nýtti öll sín færi. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri heimamanna 27-22 sem styrkja stöðu sína í 2. sætinu á meðan að gestirnir sitja í næst neðsta sæti deildarinnar og virðast vera fastir þar.Kolbeinn Aron Arnarson: Markmiðið var að halda sér uppi „Það er gott að taka þá annan leikinn í röð, mér finnst við vera algjörlega með þá,“ sagði Kolbeinn Aron Arnarson leikmaður Eyjamanna eftir sigurinn. „Við vinnum leikina okkar á vörninni. Markmiðið mitt fyrir tímabilið var bara að halda okkur í deildinni en allt sem gerist gott í viðbót við það er bara frábært,“ sagði Kolbeinn Aron sem varði 18 bolta í markinu í dag. Sóknarleikur Eyjamanna gekk illa fyrstu tuttugu mínúturnar og skoruðu þeir aðeins fjögur mörk á þeim tíma. Kolbeinn segist ekki koma nálægt því og sé aðeins í markinu en bætti þó við í gríni að hann haldi stundum að hann geti gert betur sjálfur .Heimir Örn Árnason: Við verðum að vinna næsta leik „Þetta var mjög svipaður leikur og seinast, við lendum undir en náum þeim í seinni. Munurinn er sá að þeir eru með fleiri sóknarvopn heldur en við,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir fimm marka tap í Eyjum í dag. „Þessi stóri í markinu fór bara að verja í lokin, hann stóð sig vel þó svo að hann hafi átt skilið að fá skot í hausinn fyrir atvikið í lokin,“ sagði Heimir en Kolbeinn sneri sér við og reyndi að verja með því að snúa öfugt í markinu þegar nokkrar mínútur voru eftir. „Það eru sex leikir eftir og við verðum að vinna næsta leik annars erum við fastir í þessu sæti,“ sagði Heimir að lokum en ÍR-ingar sækja leikmenn Akureyrar heim í næstu umferð.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira