Íslenski boltinn

Gunnleifur: Þetta er eiginlega bara fíkn

Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks og íslenska landsliðsins safnar fótboltatreyjum og segist eiga um 140-150 slíkar.

Hann segir söfnunina nokkurs konar fíkn: „Ég er nú fíkill, í ýmislegt, og hef verið í gegnum tíðina og þetta er eiginlega bara fíkn,“ sagði Gunnleifur í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í safninu má m.a. finna treyju frá Edwin van der Saar sem Gunnleifur fékk eftir landsleik Hollands og Íslands í Rotterdam haustið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×