Handbolti

Vonir Fylkis enn á lífi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patricia Szölösi fór á kostum í liði Fylkis og skoraði ellefu mörk.
Patricia Szölösi fór á kostum í liði Fylkis og skoraði ellefu mörk. Vísir/Valli
Fylkir vann mikilvægan sigur á KA/Þór á Akureyri, 25-22, í Olísdeild kvenna í dag.

Fylkiskonur höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 15-11, og eru nú með tólf stig í níunda sæti deildarinnar eftir sigurinn.

HK er í áttunda sætinu með fjórtán stig en átta efstu lið deildarinnar komst í úrslitakeppnina í vor.

Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni og á Fylki leiki gegn Val og Selfossi í lokaumferðunum. HK mætir Selfossi og Aftureldingu.

Úrslitakeppnin hefst þann 6. apríl.

KA/Þór - Fylkir 22-25 (11-15)

Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 5, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 5, Arna Kristín Einarsdóttir 4, Katrín Vilhjálmsdóttir 4, Birta Fönn Sveinsdóttir 3, Klara Fanney Stefánsdóttir 1.

Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 11, Vera Pálsdóttir 4, Auður G. Pálsdóttir 4, Hildur Björnsdóttir 3, Thea Imani Sturludóttir 2, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×