"Er ríkisstjórnin á móti þjóð sinni?“ Bjarki Ármannsson skrifar 8. mars 2014 15:57 Jón Kalman efast um hvort hægt sé að treysta orðum forsætisráðherra. Vísir/Anton Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðs karla í handbolta og Jón Kalman Stefánsson rithöfundur tóku til máls á mótmælunum á Austurvelli fyrr í dag. Margrét og Jón Kalman voru ómyrk í máli en ásakaði Margrét meðal annars ríkisstjórnina um að hafa ekkert verksvit og að svíkja loforð til þjóðarinnar. „Þetta er ríkisstjórn sem hefur séð til þess að öll orka samfélagsins undanfarna daga hefur farið í mál sem við þurfum ekki að vera að eyða orku í í akkúrat núna,“ sagði Margrét í ræðu sinni. „Þetta heitir að hafa lítið verksvit.“ „Er aðild að ESB eini möguleiki okkar eða besti möguleiki okkar?“ spurði hún í framhaldi. „Ég veit það ekki en hann er sá eini sem enn er upp á borðinu. Og ef þú ert í vanda sem þú veist ekki hvernig þú ætlar að komast út úr ef þú ert sjálfur ekki með neitt plan, þá útilokar þú ekki eina möguleikann sem þó er í stöðunni.“ Margrét lauk máli sínu á orðunum: „Þessi ríkisstjórn var ekki kosin út af því að flokkarnir sem að henni standa voru á móti aðild að ESB. Þessi ríkisstjórn náði meirihluta ekki síst út á það að hún lofaði þjóðinni að hún fengi sjálf að ráða í því máli. Loforð er loforð. Loforð er ekki varnagli og loforð verður aldrei teygjanlegt hugtak. Ég spyr ríkisstjórn Íslands sem situr við völd og heldur vonandi sjálf um stýrið: Ætlar hún að stuðla að sátt og samstöðu - eða ætlar hún að svíkja sína þjóð? Já eða nei?“ Jón Kalman sagðist í sinni ræðu ekki vera viss hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn stjórnarflokkanna, gerðu sér grein fyrir því að ríkisstjórnin ætti að starfa í þágu þjóðarinnar. „En þá vaknar spurningin: Ef ríkisstjórn er andsnúin vilja rúmlega 80 prósent þjóðarinnar, hundsar algjörlega 46 þúsund undirskriftir, og kokgleypir í viðbót margítrekuð loforð – fyrir hverja starfar hún þá?“ spurði Jón. Hann tók í sama streng og Margrét og sagði stjórnarflokkana hafa farið á bak orða sinna til almennings. „Undirskrift er það sama og loforð. Undirskrift er staðfesting á því, að það sem á undan fer, sé skoðun manns og sannfæring. Er hægt að treysta manni sem skrifar undir bréf sem ganga þvert á sannfæringu hans? Og þá væntanlega eingöngu til að veiða fleiri atkvæði. Maður hlýtur því að spyrja: ef Sigmundi Davíð finnst sjálfsagt að ljúga með undirskrift sinni, hvenær segir hann þá satt? Er yfirleitt hægt að trúa því sem forsætisráðherra Íslands segir?“ Jón lauk máli sínu á þessum orðum: „Er ég á móti ríkisstjórninni? Ágæta fólk, það er ekki rétta spurningin, heldur þessi hér: Er ríkisstjórn Íslands á móti þjóð sinni?“ Vísir getur ekki greint frá orðum Ólafs Stefánssonar að svo stöddu þar sem hann var ekki með skrifaða ræðu. ESB-málið Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira
Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, Ólafur Stefánsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðs karla í handbolta og Jón Kalman Stefánsson rithöfundur tóku til máls á mótmælunum á Austurvelli fyrr í dag. Margrét og Jón Kalman voru ómyrk í máli en ásakaði Margrét meðal annars ríkisstjórnina um að hafa ekkert verksvit og að svíkja loforð til þjóðarinnar. „Þetta er ríkisstjórn sem hefur séð til þess að öll orka samfélagsins undanfarna daga hefur farið í mál sem við þurfum ekki að vera að eyða orku í í akkúrat núna,“ sagði Margrét í ræðu sinni. „Þetta heitir að hafa lítið verksvit.“ „Er aðild að ESB eini möguleiki okkar eða besti möguleiki okkar?“ spurði hún í framhaldi. „Ég veit það ekki en hann er sá eini sem enn er upp á borðinu. Og ef þú ert í vanda sem þú veist ekki hvernig þú ætlar að komast út úr ef þú ert sjálfur ekki með neitt plan, þá útilokar þú ekki eina möguleikann sem þó er í stöðunni.“ Margrét lauk máli sínu á orðunum: „Þessi ríkisstjórn var ekki kosin út af því að flokkarnir sem að henni standa voru á móti aðild að ESB. Þessi ríkisstjórn náði meirihluta ekki síst út á það að hún lofaði þjóðinni að hún fengi sjálf að ráða í því máli. Loforð er loforð. Loforð er ekki varnagli og loforð verður aldrei teygjanlegt hugtak. Ég spyr ríkisstjórn Íslands sem situr við völd og heldur vonandi sjálf um stýrið: Ætlar hún að stuðla að sátt og samstöðu - eða ætlar hún að svíkja sína þjóð? Já eða nei?“ Jón Kalman sagðist í sinni ræðu ekki vera viss hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, formenn stjórnarflokkanna, gerðu sér grein fyrir því að ríkisstjórnin ætti að starfa í þágu þjóðarinnar. „En þá vaknar spurningin: Ef ríkisstjórn er andsnúin vilja rúmlega 80 prósent þjóðarinnar, hundsar algjörlega 46 þúsund undirskriftir, og kokgleypir í viðbót margítrekuð loforð – fyrir hverja starfar hún þá?“ spurði Jón. Hann tók í sama streng og Margrét og sagði stjórnarflokkana hafa farið á bak orða sinna til almennings. „Undirskrift er það sama og loforð. Undirskrift er staðfesting á því, að það sem á undan fer, sé skoðun manns og sannfæring. Er hægt að treysta manni sem skrifar undir bréf sem ganga þvert á sannfæringu hans? Og þá væntanlega eingöngu til að veiða fleiri atkvæði. Maður hlýtur því að spyrja: ef Sigmundi Davíð finnst sjálfsagt að ljúga með undirskrift sinni, hvenær segir hann þá satt? Er yfirleitt hægt að trúa því sem forsætisráðherra Íslands segir?“ Jón lauk máli sínu á þessum orðum: „Er ég á móti ríkisstjórninni? Ágæta fólk, það er ekki rétta spurningin, heldur þessi hér: Er ríkisstjórn Íslands á móti þjóð sinni?“ Vísir getur ekki greint frá orðum Ólafs Stefánssonar að svo stöddu þar sem hann var ekki með skrifaða ræðu.
ESB-málið Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sjá meira