Fótbolti

Þóra: Þurftum á þessum sigri að halda

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Ég er ótrúlega glöð. Það er bónus að fá sigur í sínum 100. leik en fyrst og fremst þurftum við á sigri að halda,“ sagði Þóra B. Helgadóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir sigurinn á Noregi á Algarve-mótinu.

„Sem lið þurftum við á þessum sigri að halda. Það eru mikil tímamót í gangi og miklar breytingar á liðin og því er ég rosalega glöð,“ bætti Þóra við.

„Mér fannst við svolítið óöruggar enda með nýja menn í mörgum stöðum. Vinnslan var frábær og þetta íslenska hjarta er til staðar. Við sýndum í dag hvað við getum gert mikið með því. Við spiluðum ekki fallegan fótbolta en við unnum.“

Allt viðtalið sem Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmaður KSÍ, tók á Algarve eftir leikinn í dag má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Þóra spilar 100. landsleikinn í dag

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, gerir miklar breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Noregi á Algarve í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×