Angelina Jolie sagði í viðtali við Entertainment Weekly að dóttir hennar, Vivienne Jolie-Pitt, hafi verið eini raunhæfi valkosturinn til að taka að sér hlutverk Áróru prinsessu ungrar í kvikmyndinni Maleficent. Á tímabili hafi nokkur önnur börn komið til greina, en dóttir hennar var sú eina af börnunum sem var ekki lafandi hrædd við Angelinu í gervi vondu nornarinnar Maleficent.
Brot úr viðtalinu má lesa á vef Entertainment Weekly.

