Móðir ók með þrjú börn sín í sjóinn Finnur Thorlacius skrifar 6. mars 2014 10:00 Betur fór en til var ætlast er bandarísk húsmóðir ók bíl sínum með börn sín þrjú innanborðs í sjóinn. Móðirin var í sjálfsmorðshugleiðingum og hugðist taka börn sín með í dauðann. Að auki er hún ófrísk. Þetta gerðist á Daytona ströndinni í Flórída í vikunni. Sem betur fór tókst henni ekki ætlunarverk sitt. Vitni að atburðinum flýtti sér að bíl fjölskyldunnar þar sem hann maraði í kafi og með hjálp annars vegfaranda, er kom til hjálpar skömmu síðar, tókst þeim að bjarga bæði börnunum og móðurinni úr bílnum áður en öldurnar hrifsuðu hann til hafs. Börnin eru tíu, níu og þriggja ára gömul og eitt þeirra tjáði björgunarmönnunum að móðir þess væri að reyna að drekkja þeim öllum. Yngsta barninu var bjargað síðast úr bílnum og stóð það tæpt, rétt áður en bíllinn fylltist fékk yfir sig stóra öldu. Móðirin liggur nú á spítala og mun gangast undir geðheilsumat. Börnin eru heima hjá sér í umsjá frændfólks. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent
Betur fór en til var ætlast er bandarísk húsmóðir ók bíl sínum með börn sín þrjú innanborðs í sjóinn. Móðirin var í sjálfsmorðshugleiðingum og hugðist taka börn sín með í dauðann. Að auki er hún ófrísk. Þetta gerðist á Daytona ströndinni í Flórída í vikunni. Sem betur fór tókst henni ekki ætlunarverk sitt. Vitni að atburðinum flýtti sér að bíl fjölskyldunnar þar sem hann maraði í kafi og með hjálp annars vegfaranda, er kom til hjálpar skömmu síðar, tókst þeim að bjarga bæði börnunum og móðurinni úr bílnum áður en öldurnar hrifsuðu hann til hafs. Börnin eru tíu, níu og þriggja ára gömul og eitt þeirra tjáði björgunarmönnunum að móðir þess væri að reyna að drekkja þeim öllum. Yngsta barninu var bjargað síðast úr bílnum og stóð það tæpt, rétt áður en bíllinn fylltist fékk yfir sig stóra öldu. Móðirin liggur nú á spítala og mun gangast undir geðheilsumat. Börnin eru heima hjá sér í umsjá frændfólks.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent