„Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. mars 2014 11:06 Gunnar Einarsson bæjarstjóri verður í efsta sæti listans „Allir þeir sjálfstæðismenn á Álftanesi, sem ég hef heyrt í, eru ósáttir með uppröðunina á þessum lista,“ segir Sveinn Ingi Lýðsson, meðlimur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ, um uppröðun á lista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Álftnesingum þykja þeir vera hlunnfarnir; enginn þeirra sem sat fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Álftaness er á listanum sem uppstillingarnefnd mun kynna í kvöld. „Það var ákveðið að fara ekki í prófkjör, heldur notast við uppstillingarnefnd til þess að raða á listann, meðal annars til þess að gæta þess að Álftnesingar ættu fulltrúa í efstu lögum listans,“ útskýrir Sveinn Ingi. Hann segir greinilegt að uppstillinganefnd hafi farið á skjön við þær forsendur sem henni hafi verið gefnar.Lifandi og kraftmiklir menn ekki á lista „Gengið var framhjá tveimur lifandi og kraftmiklum mönnum í Kristni Guðlaugssyni, sem var forseti bæjarstjórnar, og Kjartani Erni Sigurðssyni, sem var formaður bæjarráðs Álftaness fyrir sameiningu,“ segir Sveinn, en þess má einnig geta að Kjartan Örn var síðasti formaður Sjálfstæðisfélagsins á Álftanesi. Sveinn segir einnig skrýtið að gengið hafi verið framhjá einu konunni sem sat fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Álftaness, Hjördísi Jónu Gísladóttur. Sveinn tjáði sig um málið á bloggsíðu sinni.Sigldu þessu farsællega „Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur í bæjarstjórn Álftaness árið 2010 og þá var fjárhagsstaðan ákaflega slæm, eins og flestir vita. Okkar kosningaloforð var að hægt yrði að kjósa um sameiningu, sem gekk eftir. Einnig var okkar stefna að gera sem best í því að lækka skuldir sveitarfélagsins. Kristinn og Kjartan sigldu þessu virkilega farsællega og allt sem við stefndum að gekk eftir. Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar fyrir mikla og góða vinnu. Okkur Álftnesingum finnst þetta ákaflega einkennilegt,“ segir Sveinn.Fyrrum sveitarstjóri snýr aftur Samkvæmt heimildum Vísis mun Gunnar Valur Gíslason, fyrrum sveitarstjóri Bessastaðahrepps og síðar Álftaness, vera í einu af efstu sætum listans. Sveinn segir mörgum þykja það sérstakt. „Ekki það að Gunnar Valur sé ekki góður maður. En hann hefur ekki komið nálægt bæjarpólitík síðan árið 2005. Á meðan gengið er framhjá mönnum sem hafa staðið sig mjög vel og sóttust eftir að fá að halda þeirri vinnu áfram. Menn sem að leiddu starfið okkar hérna á Álftanesi,“ segir Sveinn. Lítt umdeilda þríeykiðEins og Vísir greindi frá í gær, hafa Páll Hilmarsson og Stefán Konráðsson auk Sturlu Þorsteinssonar, hafnað sæti á listanum eftir að hafa verið boðið sæti neðarlega á honum. Sveinn Ingvi segir það vera mjög sérstakt hversu neðarlega þessir þrír menn voru settir. „Þeir Stefán og Páll hafa ásamt Erlingi Ásgeirssyni, leitt bæjarstjórnina í Garðabæ. Þetta þríeyki hefur verið lítt umdeilt og þeir hafa leitt starfið í Garðabæ afar farsællega. Erling ákvað að hætta og verður í heiðurssæti á listanum. En hinir tveir eru í fullu fjöri og sóttust eftir því að vera ofarlega á lista.“ „Sturla Þorsteinsson er að sama skapi mjög vinsæll og vel gerður maður. Honum var boðið áttunda sætið. Hann hefði vissulega átt að vera ofar á lista að margra mati,“ segir Sveinn Ingvi.Hitafundur í kvöld Í kvöld funda sjálfstæðismenn í Garðabæ um listann, í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju í Garðabæ. Sveinn segist búast við miklum hitafundi. „Já, það er alveg ljóst að það verður hiti á fundinum. Listinn verður lagður fyrir og væntanlega samþykktur. Ég kemst ekki sjálfur, því miður. En er búinn að kalla inn varamann,“ segir hann. Gunnar Einarsson, bæjastjóri Garðabæjar og efsti maður á lista flokksins, neitaði að tjá sig um málið, þegar blaðamaður hafði samband við hann. Gunnar segist ekki vilja tjá sig um listann fyrr en að fundinum í kvöld lýkur. Ekki náðist í Sigurð Viðarsson, formann uppstillingarnefndarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tengdar fréttir Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Allir þeir sjálfstæðismenn á Álftanesi, sem ég hef heyrt í, eru ósáttir með uppröðunina á þessum lista,“ segir Sveinn Ingi Lýðsson, meðlimur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ, um uppröðun á lista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Álftnesingum þykja þeir vera hlunnfarnir; enginn þeirra sem sat fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Álftaness er á listanum sem uppstillingarnefnd mun kynna í kvöld. „Það var ákveðið að fara ekki í prófkjör, heldur notast við uppstillingarnefnd til þess að raða á listann, meðal annars til þess að gæta þess að Álftnesingar ættu fulltrúa í efstu lögum listans,“ útskýrir Sveinn Ingi. Hann segir greinilegt að uppstillinganefnd hafi farið á skjön við þær forsendur sem henni hafi verið gefnar.Lifandi og kraftmiklir menn ekki á lista „Gengið var framhjá tveimur lifandi og kraftmiklum mönnum í Kristni Guðlaugssyni, sem var forseti bæjarstjórnar, og Kjartani Erni Sigurðssyni, sem var formaður bæjarráðs Álftaness fyrir sameiningu,“ segir Sveinn, en þess má einnig geta að Kjartan Örn var síðasti formaður Sjálfstæðisfélagsins á Álftanesi. Sveinn segir einnig skrýtið að gengið hafi verið framhjá einu konunni sem sat fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Álftaness, Hjördísi Jónu Gísladóttur. Sveinn tjáði sig um málið á bloggsíðu sinni.Sigldu þessu farsællega „Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur í bæjarstjórn Álftaness árið 2010 og þá var fjárhagsstaðan ákaflega slæm, eins og flestir vita. Okkar kosningaloforð var að hægt yrði að kjósa um sameiningu, sem gekk eftir. Einnig var okkar stefna að gera sem best í því að lækka skuldir sveitarfélagsins. Kristinn og Kjartan sigldu þessu virkilega farsællega og allt sem við stefndum að gekk eftir. Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar fyrir mikla og góða vinnu. Okkur Álftnesingum finnst þetta ákaflega einkennilegt,“ segir Sveinn.Fyrrum sveitarstjóri snýr aftur Samkvæmt heimildum Vísis mun Gunnar Valur Gíslason, fyrrum sveitarstjóri Bessastaðahrepps og síðar Álftaness, vera í einu af efstu sætum listans. Sveinn segir mörgum þykja það sérstakt. „Ekki það að Gunnar Valur sé ekki góður maður. En hann hefur ekki komið nálægt bæjarpólitík síðan árið 2005. Á meðan gengið er framhjá mönnum sem hafa staðið sig mjög vel og sóttust eftir að fá að halda þeirri vinnu áfram. Menn sem að leiddu starfið okkar hérna á Álftanesi,“ segir Sveinn. Lítt umdeilda þríeykiðEins og Vísir greindi frá í gær, hafa Páll Hilmarsson og Stefán Konráðsson auk Sturlu Þorsteinssonar, hafnað sæti á listanum eftir að hafa verið boðið sæti neðarlega á honum. Sveinn Ingvi segir það vera mjög sérstakt hversu neðarlega þessir þrír menn voru settir. „Þeir Stefán og Páll hafa ásamt Erlingi Ásgeirssyni, leitt bæjarstjórnina í Garðabæ. Þetta þríeyki hefur verið lítt umdeilt og þeir hafa leitt starfið í Garðabæ afar farsællega. Erling ákvað að hætta og verður í heiðurssæti á listanum. En hinir tveir eru í fullu fjöri og sóttust eftir því að vera ofarlega á lista.“ „Sturla Þorsteinsson er að sama skapi mjög vinsæll og vel gerður maður. Honum var boðið áttunda sætið. Hann hefði vissulega átt að vera ofar á lista að margra mati,“ segir Sveinn Ingvi.Hitafundur í kvöld Í kvöld funda sjálfstæðismenn í Garðabæ um listann, í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju í Garðabæ. Sveinn segist búast við miklum hitafundi. „Já, það er alveg ljóst að það verður hiti á fundinum. Listinn verður lagður fyrir og væntanlega samþykktur. Ég kemst ekki sjálfur, því miður. En er búinn að kalla inn varamann,“ segir hann. Gunnar Einarsson, bæjastjóri Garðabæjar og efsti maður á lista flokksins, neitaði að tjá sig um málið, þegar blaðamaður hafði samband við hann. Gunnar segist ekki vilja tjá sig um listann fyrr en að fundinum í kvöld lýkur. Ekki náðist í Sigurð Viðarsson, formann uppstillingarnefndarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Tengdar fréttir Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21