Fyrsti bíll Schreyer fyrir Hyundai Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2014 11:45 Hyundai Intrado jepplingurinn. Hinn virti bílahönnuður Peter Schreyer sem teiknað hefur alla bílalínu Kia uppá nýtt hefur nú teiknað sinn fyrst bíl fyrir systurfyrirtækið Hyundai. Þetta er jepplingur, hvað annað, sem fengið hefur nafnið Intrado. Hann er með litla glugga og harla óvenjulega vængi við báðar hjólaskálarnar. Getgátur eru uppi um að þessi bíll verði arftaki Hyundai iX35, sem heitir Tucson í Bandaríkjunum. Intrado er vetnisbíll og Hyundai sýnir hann nú á bílasýningunni í Genf. Í dag og á morgun eru blaðamannadagar á bílasýningunni áður en hún verður opnuð almenningi. Peter Schreyer er nú orðinn aðalhönnuður fyrir bæði fyrirtækin og einn af framkvæmdastjórum móðurfyrirtæksins Hyundai. Óvenjulegir vængir við hjólaskálarnar. Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent
Hinn virti bílahönnuður Peter Schreyer sem teiknað hefur alla bílalínu Kia uppá nýtt hefur nú teiknað sinn fyrst bíl fyrir systurfyrirtækið Hyundai. Þetta er jepplingur, hvað annað, sem fengið hefur nafnið Intrado. Hann er með litla glugga og harla óvenjulega vængi við báðar hjólaskálarnar. Getgátur eru uppi um að þessi bíll verði arftaki Hyundai iX35, sem heitir Tucson í Bandaríkjunum. Intrado er vetnisbíll og Hyundai sýnir hann nú á bílasýningunni í Genf. Í dag og á morgun eru blaðamannadagar á bílasýningunni áður en hún verður opnuð almenningi. Peter Schreyer er nú orðinn aðalhönnuður fyrir bæði fyrirtækin og einn af framkvæmdastjórum móðurfyrirtæksins Hyundai. Óvenjulegir vængir við hjólaskálarnar.
Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent