Stórtónleikar í þágu náttúruverndar Bjarki Ármannsson skrifar 3. mars 2014 21:55 Björk, Russell Crowe og Patti Smith er öllum annt um Ísland. Vísir/Getty Tónlistarkonurnar gríðarvinsælu Patti Smith og Lykke Li munu koma fram ásamt flóru íslenskra tónlistarmanna á tónleikunum Stopp! Gætum garðsins í Hörpu þann 18. mars. Tónleikarnir verða haldnir í þágu íslenskrar náttúru en það eru Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd sem standa fyrir þeim. Allir listamenn munu gefa vinnu sína en ásamt þeim Smith og Li koma fram Björk, Retro Stefson, Of Monsters and Men, Samaris, Mammút og Highlands. Sama dag verður kvikmyndin Noah í leikstjórn Darren Aronofsky frumsýnd í Sambíói Egilshallar. Ókeypis verður á frumsýninguna í þágu verndunar íslenskrar náttúru, en myndin var tekin upp hér á landi í hittífyrra. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Hörpu í dag, en þar ávörpuðu Björk og Aronofsky blaðamenn í gegnum Skype. Björk gagnrýndi ríkisstjórn Íslands á fundinum og sagði hana vera með „úrelt gildi.“ Patti Smith þekkja flestir tónlistarunnendur en hún vann sér inn frægð á áttunda áratugnum með plötunni Horses og með smellinum Because the night sem hún samdi með rokkgoðinu Bruce Springsteen. Smith hefur þónokkrum sinnum heimsótt Ísland og haldið hér tónleika. Síðast var hún stödd hér á landi haustið 2012 og kom þá meðal annars óvænt fram með Russel Crowe, aðalleikara Noah, á Menningartónleikum X-977 við góðar undirtektir. Lykke Li er sænsk poppsöngkona, helst þekkt fyrir smellinn I Follow Rivers sem gerði allt vitlaust á dansgólfum víða um heim árið 2011. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu fyrir tónleikana úr smiðju listamannsins Hugleiks Dagssonar sem rithöfundurinn og náttúruverndarsinninn Andri Snær Magnason deildi á Twitter fyrr í dag.Stórtónleikar! Risafrumsýning! Rosanáttúra! pic.twitter.com/rAs5hx55Y5— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) March 3, 2014 Tónlist Tengdar fréttir Stórleikstjóri styður Náttúruverndarsamtök Íslands Ástæðan fyrir því að leikstjórinn ákvað að styðja við bakið á samtökunum er sú að hann vildi meðal annars vega upp á móti náttúruraski sem urður við upptökur á stórmyndinni Noah hér á landi síðasta sumar. 8. júní 2013 17:21 Íslensk náttúra fyrirferðamikil í Noah Stilka úr stórmyndinni Noah með Russell Crowe í aðalhlutverki var frumsýnd í dag. Íslensk náttúra er fyrirverðamikil í stiklunni. 14. nóvember 2013 22:39 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarkonurnar gríðarvinsælu Patti Smith og Lykke Li munu koma fram ásamt flóru íslenskra tónlistarmanna á tónleikunum Stopp! Gætum garðsins í Hörpu þann 18. mars. Tónleikarnir verða haldnir í þágu íslenskrar náttúru en það eru Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd sem standa fyrir þeim. Allir listamenn munu gefa vinnu sína en ásamt þeim Smith og Li koma fram Björk, Retro Stefson, Of Monsters and Men, Samaris, Mammút og Highlands. Sama dag verður kvikmyndin Noah í leikstjórn Darren Aronofsky frumsýnd í Sambíói Egilshallar. Ókeypis verður á frumsýninguna í þágu verndunar íslenskrar náttúru, en myndin var tekin upp hér á landi í hittífyrra. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Hörpu í dag, en þar ávörpuðu Björk og Aronofsky blaðamenn í gegnum Skype. Björk gagnrýndi ríkisstjórn Íslands á fundinum og sagði hana vera með „úrelt gildi.“ Patti Smith þekkja flestir tónlistarunnendur en hún vann sér inn frægð á áttunda áratugnum með plötunni Horses og með smellinum Because the night sem hún samdi með rokkgoðinu Bruce Springsteen. Smith hefur þónokkrum sinnum heimsótt Ísland og haldið hér tónleika. Síðast var hún stödd hér á landi haustið 2012 og kom þá meðal annars óvænt fram með Russel Crowe, aðalleikara Noah, á Menningartónleikum X-977 við góðar undirtektir. Lykke Li er sænsk poppsöngkona, helst þekkt fyrir smellinn I Follow Rivers sem gerði allt vitlaust á dansgólfum víða um heim árið 2011. Hér fyrir neðan má sjá auglýsingu fyrir tónleikana úr smiðju listamannsins Hugleiks Dagssonar sem rithöfundurinn og náttúruverndarsinninn Andri Snær Magnason deildi á Twitter fyrr í dag.Stórtónleikar! Risafrumsýning! Rosanáttúra! pic.twitter.com/rAs5hx55Y5— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) March 3, 2014
Tónlist Tengdar fréttir Stórleikstjóri styður Náttúruverndarsamtök Íslands Ástæðan fyrir því að leikstjórinn ákvað að styðja við bakið á samtökunum er sú að hann vildi meðal annars vega upp á móti náttúruraski sem urður við upptökur á stórmyndinni Noah hér á landi síðasta sumar. 8. júní 2013 17:21 Íslensk náttúra fyrirferðamikil í Noah Stilka úr stórmyndinni Noah með Russell Crowe í aðalhlutverki var frumsýnd í dag. Íslensk náttúra er fyrirverðamikil í stiklunni. 14. nóvember 2013 22:39 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Stórleikstjóri styður Náttúruverndarsamtök Íslands Ástæðan fyrir því að leikstjórinn ákvað að styðja við bakið á samtökunum er sú að hann vildi meðal annars vega upp á móti náttúruraski sem urður við upptökur á stórmyndinni Noah hér á landi síðasta sumar. 8. júní 2013 17:21
Íslensk náttúra fyrirferðamikil í Noah Stilka úr stórmyndinni Noah með Russell Crowe í aðalhlutverki var frumsýnd í dag. Íslensk náttúra er fyrirverðamikil í stiklunni. 14. nóvember 2013 22:39