

Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE.
Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands.
Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum.
Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu.
Enn er eldfimt ástand í Úkraínu þrátt fyrir stjórnarskiptin.
Erlendir fréttaritarar setja spurningamerki við tímasetningu Vladímírs Pútín.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir.
Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu.
Rússar segjast sjálfir vera að gæta öryggis. Vopnaðir heimavarnarliðar á Krímskaga segjast óttast innrás fasista frá Kænugarði.
Sergiy Aksyonov, nýkjörinn forsætisráðherra Krímshéraðs Í Úkraínu, hefur óskað eftir aðstoð frá Vladimír Pútín rússlandsforseta.
Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu.
Pútín bað þingið fyrr í dag um leyfi til að senda hermenn til landsins vegna hættu rússneskra ríkisborgara.
Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni.
Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga.
Sergí Kúnítsjín, fulltrúi Olexander Túrtsjínov, forseta Úkraínu á Krímskaga, hefur sagt í fjölmiðlum að þrettán rússneskar flutningaflugvélar hafi í lent á herflugvelli í grennd við borgina Simferopol í kvöld.
Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum.
Rússneski flotinn á Svartahafi mun ráðast á Krímskaga ef úkraínskir hermenn þar gefast ekki upp. Þetta staðfesti úkraínska varnarmálaráðuneytið nú rétt í þessu.
Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Úkraínu og er þeim alfarið ráðlagt gegn ferðum til Krímskaga.
"Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands"
Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga."
Vopnaðir menn hertóku þinghús og stjórnarráð borgarinnar Simferópól í Úkraínu í morgun.
Utanríkisráðherra vonar að Rússar standi við orð sendiherra Rússlands um friðsamlega lausn í Úkraínu. Mikilvægt sé að að frjálsar kosningar fari fram í landinu.
Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum.
Íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum.