Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. mars 2014 11:28 Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði með sendiherra Rússlands í morgun þar sem ástandið í Úkraínu var rætt. Frá þessu greinir Gunnar á Facebook síðu sinni. Gunnar Bragi sagði íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. Þá segir hann kröfuna skýra um að rússnesk stjórnvöld leiti sátta með friðsamlegum hætti í stað þess að grípa til vopnaðrar íhlutunar. Spenna milli Úkraínu og Rússlands er mikil eftir að ný stjórn tók við völdum í Úkraínu, skipuð mið- og hægriflokkum sem hafa verið á móti nánari tengslum Úkraínu við Rússland. Í Moskvu er brottvikning Viktors Janúkóvitsj forseta fordæmd og var sendiherra Rússlands kallaður heim eftir að nýskipaður forseti til bráðabirgða, Oleksandr Túrkínov, starfandi forseti Úkraínu, sagðist vilja nánari tengsl við Evrópusambandið. Rússneska þingið samþykkti á laugardag að senda hersveitir inn fyrir landamæri Úkraínu. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, segist ekki hafa ákveðið hvort hann sendi aukið herlið til landsins, en rússneskir hermenn sem voru þar fyrir hafa í dag farið á milli herstöðva á Krímskaga og lagt hald á vopn Úkraínumanna. Þó hefur ekki enn komið til átaka. Oleksandr Túrkínov, hefur kallað út varalið úkraínuhers og óttast stríð. Þá hefur öryggisgæsla verið hert í mörgum hlutum landsins, til að mynda við kjarnorkuver. Gunnar Bragi mun halda áfram að funda um málið í dag. Úkraína Tengdar fréttir ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rúsneska þingið hefur samþykkt að senda hermenn til Úkraínu Pútín bað þingið fyrr í dag um leyfi til að senda hermenn til landsins vegna hættu rússneskra ríkisborgara. 1. mars 2014 14:33 Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30 Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, fundaði með sendiherra Rússlands í morgun þar sem ástandið í Úkraínu var rætt. Frá þessu greinir Gunnar á Facebook síðu sinni. Gunnar Bragi sagði íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. Þá segir hann kröfuna skýra um að rússnesk stjórnvöld leiti sátta með friðsamlegum hætti í stað þess að grípa til vopnaðrar íhlutunar. Spenna milli Úkraínu og Rússlands er mikil eftir að ný stjórn tók við völdum í Úkraínu, skipuð mið- og hægriflokkum sem hafa verið á móti nánari tengslum Úkraínu við Rússland. Í Moskvu er brottvikning Viktors Janúkóvitsj forseta fordæmd og var sendiherra Rússlands kallaður heim eftir að nýskipaður forseti til bráðabirgða, Oleksandr Túrkínov, starfandi forseti Úkraínu, sagðist vilja nánari tengsl við Evrópusambandið. Rússneska þingið samþykkti á laugardag að senda hersveitir inn fyrir landamæri Úkraínu. Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, segist ekki hafa ákveðið hvort hann sendi aukið herlið til landsins, en rússneskir hermenn sem voru þar fyrir hafa í dag farið á milli herstöðva á Krímskaga og lagt hald á vopn Úkraínumanna. Þó hefur ekki enn komið til átaka. Oleksandr Túrkínov, hefur kallað út varalið úkraínuhers og óttast stríð. Þá hefur öryggisgæsla verið hert í mörgum hlutum landsins, til að mynda við kjarnorkuver. Gunnar Bragi mun halda áfram að funda um málið í dag.
Úkraína Tengdar fréttir ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rúsneska þingið hefur samþykkt að senda hermenn til Úkraínu Pútín bað þingið fyrr í dag um leyfi til að senda hermenn til landsins vegna hættu rússneskra ríkisborgara. 1. mars 2014 14:33 Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30 Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00
Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03
Rúsneska þingið hefur samþykkt að senda hermenn til Úkraínu Pútín bað þingið fyrr í dag um leyfi til að senda hermenn til landsins vegna hættu rússneskra ríkisborgara. 1. mars 2014 14:33
Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30
Neyðarfundur hjá SÞ vegna Úkraínu Rússneska þingið hefur samþykkt hernaðarlega íhlutun á Krímskaga. 1. mars 2014 17:34
Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48