Apple snýr sér að bílunum Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2014 11:30 Apple CarPlay verður brátt í bílum flestra bílaframleiðenda. Apple tilkynnti á bílasýningunni í Genf í dag að nokkrir af þekktari bílaframleiðendum væru að taka í notkun hugbúnað sem auðveldar notkun iPhone í bílum þeirra. Apple hefur nefnt þennan búnað CarPlay . Það eru Ferrari, Mercedes Benz og Volvo sem ríða á vaðið. Í kjöfarið munu svo bílaframleiðendurnir BMW, Ford, GM, Honda, Hyundai, Jaguar Land Rover, Mitsubishi, Nissan, PSA Peugeot Citroën, Subaru, Suzuki og Toyota bjóða uppá þennan búnað einnig í bílum sínum. Með CarPlay munu ökumenn geta hringt, tekið á móti skilaboðum og hlustað á tónlist með raddskipunum, með flýtihnöppum í stýri bílanna eða á upplýsingaskjám bílanna. Er þessi búnaður hannaður með því markmiði að sem minnst truflun verði fyrir ökumenn að stjórna honum svo athyglin verði sem mest á aksturinn sjálfan. Fyrstu bílarnir sem verða með þessum búnaði Apple eru af árgerð 2014 og koma á markað fljótlega. Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent
Apple tilkynnti á bílasýningunni í Genf í dag að nokkrir af þekktari bílaframleiðendum væru að taka í notkun hugbúnað sem auðveldar notkun iPhone í bílum þeirra. Apple hefur nefnt þennan búnað CarPlay . Það eru Ferrari, Mercedes Benz og Volvo sem ríða á vaðið. Í kjöfarið munu svo bílaframleiðendurnir BMW, Ford, GM, Honda, Hyundai, Jaguar Land Rover, Mitsubishi, Nissan, PSA Peugeot Citroën, Subaru, Suzuki og Toyota bjóða uppá þennan búnað einnig í bílum sínum. Með CarPlay munu ökumenn geta hringt, tekið á móti skilaboðum og hlustað á tónlist með raddskipunum, með flýtihnöppum í stýri bílanna eða á upplýsingaskjám bílanna. Er þessi búnaður hannaður með því markmiði að sem minnst truflun verði fyrir ökumenn að stjórna honum svo athyglin verði sem mest á aksturinn sjálfan. Fyrstu bílarnir sem verða með þessum búnaði Apple eru af árgerð 2014 og koma á markað fljótlega.
Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent