Við erum hér fyrir fólkið - ekki öfugt Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. mars 2014 14:15 Vísir/GVA Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin verði að mæta ákalli þjóðarinnar í kjölfar mótmæla og skoðannakannanna síðustu daga. Hann segir koma til greina að setja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ís meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að það sé ekki framkvæmanlegt fyrir núverandi ríkisstjórn að halda áfram aðildarviðræðum um inngöngu í Evrópusambandið. Því sé óráðlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB eður ei. Karl telur hins vegar að ríkisstjórnin þurfi að svara ákalli þjóðarinnar um málamiðlun í ESB-málinu. 42 þúsund Íslendingar hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Karl útilokar ekki að umsókn Íslands verði sett á ís á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. „Ég tel persónulega að við þurfum að finna leið til að koma til móts við þennan stóra hóp. Hvaða leið það yrði get ég ekki sagt til um, en það þarf að skoða alla möguleika sem til eru. Ég held að við verðum að hlusta á þann stóra hóp sem hefur hvatt okkur til að breyta um leið. Hugsanlegt væri að setja þetta á ís í einhvern tíma. Ég veit ekki hvort það sé mögulegt. Það þyrfti bara að skoða það,“ segir Karl Garðarsson. Tillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin tilbaka hefur mætt mikilli andstöðu stjórnarandstöðunnar. Mikill meirihluti er fyrir því í skoðannakönnunum að aðildarviðræðum sé haldið áfram. „Mjög stór hluti landsmanna sem vill hafa eitthvað um málið að segja og því getum við ekki horft framhjá.“ ESB-málið Tengdar fréttir Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk. 28. febrúar 2014 07:00 Þjóðin hafi síðasta orðið Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið. 28. febrúar 2014 11:10 ESB og Malta: 14 ára viðræður Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir. 1. mars 2014 15:00 Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 28. febrúar 2014 06:00 Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum. 1. mars 2014 00:01 Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu Ómar Stefánsson vill að bæjarráð Kópavogs skori á ríkisstjórnina að hún falli frá umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar. 28. febrúar 2014 17:18 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin verði að mæta ákalli þjóðarinnar í kjölfar mótmæla og skoðannakannanna síðustu daga. Hann segir koma til greina að setja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ís meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að það sé ekki framkvæmanlegt fyrir núverandi ríkisstjórn að halda áfram aðildarviðræðum um inngöngu í Evrópusambandið. Því sé óráðlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB eður ei. Karl telur hins vegar að ríkisstjórnin þurfi að svara ákalli þjóðarinnar um málamiðlun í ESB-málinu. 42 þúsund Íslendingar hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Karl útilokar ekki að umsókn Íslands verði sett á ís á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. „Ég tel persónulega að við þurfum að finna leið til að koma til móts við þennan stóra hóp. Hvaða leið það yrði get ég ekki sagt til um, en það þarf að skoða alla möguleika sem til eru. Ég held að við verðum að hlusta á þann stóra hóp sem hefur hvatt okkur til að breyta um leið. Hugsanlegt væri að setja þetta á ís í einhvern tíma. Ég veit ekki hvort það sé mögulegt. Það þyrfti bara að skoða það,“ segir Karl Garðarsson. Tillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin tilbaka hefur mætt mikilli andstöðu stjórnarandstöðunnar. Mikill meirihluti er fyrir því í skoðannakönnunum að aðildarviðræðum sé haldið áfram. „Mjög stór hluti landsmanna sem vill hafa eitthvað um málið að segja og því getum við ekki horft framhjá.“
ESB-málið Tengdar fréttir Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk. 28. febrúar 2014 07:00 Þjóðin hafi síðasta orðið Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið. 28. febrúar 2014 11:10 ESB og Malta: 14 ára viðræður Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir. 1. mars 2014 15:00 Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 28. febrúar 2014 06:00 Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum. 1. mars 2014 00:01 Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu Ómar Stefánsson vill að bæjarráð Kópavogs skori á ríkisstjórnina að hún falli frá umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar. 28. febrúar 2014 17:18 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk. 28. febrúar 2014 07:00
Þjóðin hafi síðasta orðið Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið. 28. febrúar 2014 11:10
ESB og Malta: 14 ára viðræður Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir. 1. mars 2014 15:00
Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 28. febrúar 2014 06:00
Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum. 1. mars 2014 00:01
Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu Ómar Stefánsson vill að bæjarráð Kópavogs skori á ríkisstjórnina að hún falli frá umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar. 28. febrúar 2014 17:18