Við erum hér fyrir fólkið - ekki öfugt Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. mars 2014 14:15 Vísir/GVA Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin verði að mæta ákalli þjóðarinnar í kjölfar mótmæla og skoðannakannanna síðustu daga. Hann segir koma til greina að setja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ís meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að það sé ekki framkvæmanlegt fyrir núverandi ríkisstjórn að halda áfram aðildarviðræðum um inngöngu í Evrópusambandið. Því sé óráðlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB eður ei. Karl telur hins vegar að ríkisstjórnin þurfi að svara ákalli þjóðarinnar um málamiðlun í ESB-málinu. 42 þúsund Íslendingar hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Karl útilokar ekki að umsókn Íslands verði sett á ís á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. „Ég tel persónulega að við þurfum að finna leið til að koma til móts við þennan stóra hóp. Hvaða leið það yrði get ég ekki sagt til um, en það þarf að skoða alla möguleika sem til eru. Ég held að við verðum að hlusta á þann stóra hóp sem hefur hvatt okkur til að breyta um leið. Hugsanlegt væri að setja þetta á ís í einhvern tíma. Ég veit ekki hvort það sé mögulegt. Það þyrfti bara að skoða það,“ segir Karl Garðarsson. Tillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin tilbaka hefur mætt mikilli andstöðu stjórnarandstöðunnar. Mikill meirihluti er fyrir því í skoðannakönnunum að aðildarviðræðum sé haldið áfram. „Mjög stór hluti landsmanna sem vill hafa eitthvað um málið að segja og því getum við ekki horft framhjá.“ ESB-málið Tengdar fréttir Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk. 28. febrúar 2014 07:00 Þjóðin hafi síðasta orðið Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið. 28. febrúar 2014 11:10 ESB og Malta: 14 ára viðræður Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir. 1. mars 2014 15:00 Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 28. febrúar 2014 06:00 Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum. 1. mars 2014 00:01 Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu Ómar Stefánsson vill að bæjarráð Kópavogs skori á ríkisstjórnina að hún falli frá umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar. 28. febrúar 2014 17:18 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin verði að mæta ákalli þjóðarinnar í kjölfar mótmæla og skoðannakannanna síðustu daga. Hann segir koma til greina að setja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ís meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að það sé ekki framkvæmanlegt fyrir núverandi ríkisstjórn að halda áfram aðildarviðræðum um inngöngu í Evrópusambandið. Því sé óráðlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB eður ei. Karl telur hins vegar að ríkisstjórnin þurfi að svara ákalli þjóðarinnar um málamiðlun í ESB-málinu. 42 þúsund Íslendingar hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Karl útilokar ekki að umsókn Íslands verði sett á ís á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. „Ég tel persónulega að við þurfum að finna leið til að koma til móts við þennan stóra hóp. Hvaða leið það yrði get ég ekki sagt til um, en það þarf að skoða alla möguleika sem til eru. Ég held að við verðum að hlusta á þann stóra hóp sem hefur hvatt okkur til að breyta um leið. Hugsanlegt væri að setja þetta á ís í einhvern tíma. Ég veit ekki hvort það sé mögulegt. Það þyrfti bara að skoða það,“ segir Karl Garðarsson. Tillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin tilbaka hefur mætt mikilli andstöðu stjórnarandstöðunnar. Mikill meirihluti er fyrir því í skoðannakönnunum að aðildarviðræðum sé haldið áfram. „Mjög stór hluti landsmanna sem vill hafa eitthvað um málið að segja og því getum við ekki horft framhjá.“
ESB-málið Tengdar fréttir Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk. 28. febrúar 2014 07:00 Þjóðin hafi síðasta orðið Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið. 28. febrúar 2014 11:10 ESB og Malta: 14 ára viðræður Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir. 1. mars 2014 15:00 Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 28. febrúar 2014 06:00 Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum. 1. mars 2014 00:01 Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu Ómar Stefánsson vill að bæjarráð Kópavogs skori á ríkisstjórnina að hún falli frá umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar. 28. febrúar 2014 17:18 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk. 28. febrúar 2014 07:00
Þjóðin hafi síðasta orðið Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið. 28. febrúar 2014 11:10
ESB og Malta: 14 ára viðræður Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir. 1. mars 2014 15:00
Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 28. febrúar 2014 06:00
Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum. 1. mars 2014 00:01
Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu Ómar Stefánsson vill að bæjarráð Kópavogs skori á ríkisstjórnina að hún falli frá umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar. 28. febrúar 2014 17:18