Forsetinn setti ofan í við norskan ráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2014 14:48 Vísir/Valgarður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mótmælti því að aðstoðarutanríkismálaráðherra Noregs notaði vettvang Norðurskautsráðsins til að gagnrýna athafnir Rússa í Úkraínu. Ráðherrann, Ingvild Næss Stub, sagði á ráðstefnu ráðsins sem nú stendur yfir í Bodø í Noregi að Norðmenn styddu Úkraínu í deilu landanna á Krímskaga og fordæmdi háttsemi Rússlands á svæðinu. Einnig fordæma Norðmenn atkvæðagreiðsluna sem var þar á sunnudaginn og skora á Rússa að draga hermenn sína af svæðinu. Ólafur og Ingvild héldu hvort sína ræðuna og svo fengu þau spurningar úr sal. Ræðu Ólafs má lesa hér. Þegar kom að spurningum úr sal til Ólafs og Ingvild Næss voru blaðamenn frá bæði Rússlandi og Úkraínu sem tóku til máls. Rússneskur blaðamaður sagði þetta vera í annað sinn sem ástandið í Úkraínu væri nefnt á ráðstefnunni og sagðist halda að ástandið væri flóknara en menn héldu. Var henni illa við að Rússland væri gagnrýnt í sal fullum af fólki frá Rússlandi og sagði að það hefði látið henni líða óþægilega. Þá sagði hún að það væri örugglega til betri vettvangur til að gagnrýna Rússland. Blaðamaður frá Úkraínu sagði samband Rússlands og Úkraínu mjög flókið. Hann spurði Ólaf og Ingvild hvort þau héldu að aðgerðir Rússa drægju úr vægi alþjóðalaga. Þegar Ólafur Ragnar tók til máls sagði hann ráðstefnuna ekki vera réttan vettvang til að gagnrýna einn af meðlimum ráðsins. „Það tæki okkur ekki lengur en klukkutíma að eyðileggja norðurskautssamstarfið. Ef við ætlum að ræða öll átök og stærstu mál heimsins munum við eyðileggja það,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði aðstæður í Úkraínu og Krímskaga alvarlegar, en Norðurskautsráðið væri eini vettvangurinn þar sem stórveldi hafi starfað saman síðan á kalda stríðsárunum. „Við ættum líka að passa okkur að skipta norðurskautinu ekki upp í hópa.“ Myndband af ræðu forsetans má sjá hér, á heimasíðu ráðstefnunnar. Ólafur Ragnar svarar spurningum úr sal í kringum 51:15. Svo virðist sem slökkt hafi verið á hljóðnema forsetans svo erfitt er að greina mál hans. Úkraína Forseti Íslands Noregur Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mótmælti því að aðstoðarutanríkismálaráðherra Noregs notaði vettvang Norðurskautsráðsins til að gagnrýna athafnir Rússa í Úkraínu. Ráðherrann, Ingvild Næss Stub, sagði á ráðstefnu ráðsins sem nú stendur yfir í Bodø í Noregi að Norðmenn styddu Úkraínu í deilu landanna á Krímskaga og fordæmdi háttsemi Rússlands á svæðinu. Einnig fordæma Norðmenn atkvæðagreiðsluna sem var þar á sunnudaginn og skora á Rússa að draga hermenn sína af svæðinu. Ólafur og Ingvild héldu hvort sína ræðuna og svo fengu þau spurningar úr sal. Ræðu Ólafs má lesa hér. Þegar kom að spurningum úr sal til Ólafs og Ingvild Næss voru blaðamenn frá bæði Rússlandi og Úkraínu sem tóku til máls. Rússneskur blaðamaður sagði þetta vera í annað sinn sem ástandið í Úkraínu væri nefnt á ráðstefnunni og sagðist halda að ástandið væri flóknara en menn héldu. Var henni illa við að Rússland væri gagnrýnt í sal fullum af fólki frá Rússlandi og sagði að það hefði látið henni líða óþægilega. Þá sagði hún að það væri örugglega til betri vettvangur til að gagnrýna Rússland. Blaðamaður frá Úkraínu sagði samband Rússlands og Úkraínu mjög flókið. Hann spurði Ólaf og Ingvild hvort þau héldu að aðgerðir Rússa drægju úr vægi alþjóðalaga. Þegar Ólafur Ragnar tók til máls sagði hann ráðstefnuna ekki vera réttan vettvang til að gagnrýna einn af meðlimum ráðsins. „Það tæki okkur ekki lengur en klukkutíma að eyðileggja norðurskautssamstarfið. Ef við ætlum að ræða öll átök og stærstu mál heimsins munum við eyðileggja það,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði aðstæður í Úkraínu og Krímskaga alvarlegar, en Norðurskautsráðið væri eini vettvangurinn þar sem stórveldi hafi starfað saman síðan á kalda stríðsárunum. „Við ættum líka að passa okkur að skipta norðurskautinu ekki upp í hópa.“ Myndband af ræðu forsetans má sjá hér, á heimasíðu ráðstefnunnar. Ólafur Ragnar svarar spurningum úr sal í kringum 51:15. Svo virðist sem slökkt hafi verið á hljóðnema forsetans svo erfitt er að greina mál hans.
Úkraína Forseti Íslands Noregur Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira