Forsetinn setti ofan í við norskan ráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2014 14:48 Vísir/Valgarður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mótmælti því að aðstoðarutanríkismálaráðherra Noregs notaði vettvang Norðurskautsráðsins til að gagnrýna athafnir Rússa í Úkraínu. Ráðherrann, Ingvild Næss Stub, sagði á ráðstefnu ráðsins sem nú stendur yfir í Bodø í Noregi að Norðmenn styddu Úkraínu í deilu landanna á Krímskaga og fordæmdi háttsemi Rússlands á svæðinu. Einnig fordæma Norðmenn atkvæðagreiðsluna sem var þar á sunnudaginn og skora á Rússa að draga hermenn sína af svæðinu. Ólafur og Ingvild héldu hvort sína ræðuna og svo fengu þau spurningar úr sal. Ræðu Ólafs má lesa hér. Þegar kom að spurningum úr sal til Ólafs og Ingvild Næss voru blaðamenn frá bæði Rússlandi og Úkraínu sem tóku til máls. Rússneskur blaðamaður sagði þetta vera í annað sinn sem ástandið í Úkraínu væri nefnt á ráðstefnunni og sagðist halda að ástandið væri flóknara en menn héldu. Var henni illa við að Rússland væri gagnrýnt í sal fullum af fólki frá Rússlandi og sagði að það hefði látið henni líða óþægilega. Þá sagði hún að það væri örugglega til betri vettvangur til að gagnrýna Rússland. Blaðamaður frá Úkraínu sagði samband Rússlands og Úkraínu mjög flókið. Hann spurði Ólaf og Ingvild hvort þau héldu að aðgerðir Rússa drægju úr vægi alþjóðalaga. Þegar Ólafur Ragnar tók til máls sagði hann ráðstefnuna ekki vera réttan vettvang til að gagnrýna einn af meðlimum ráðsins. „Það tæki okkur ekki lengur en klukkutíma að eyðileggja norðurskautssamstarfið. Ef við ætlum að ræða öll átök og stærstu mál heimsins munum við eyðileggja það,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði aðstæður í Úkraínu og Krímskaga alvarlegar, en Norðurskautsráðið væri eini vettvangurinn þar sem stórveldi hafi starfað saman síðan á kalda stríðsárunum. „Við ættum líka að passa okkur að skipta norðurskautinu ekki upp í hópa.“ Myndband af ræðu forsetans má sjá hér, á heimasíðu ráðstefnunnar. Ólafur Ragnar svarar spurningum úr sal í kringum 51:15. Svo virðist sem slökkt hafi verið á hljóðnema forsetans svo erfitt er að greina mál hans. Úkraína Forseti Íslands Noregur Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mótmælti því að aðstoðarutanríkismálaráðherra Noregs notaði vettvang Norðurskautsráðsins til að gagnrýna athafnir Rússa í Úkraínu. Ráðherrann, Ingvild Næss Stub, sagði á ráðstefnu ráðsins sem nú stendur yfir í Bodø í Noregi að Norðmenn styddu Úkraínu í deilu landanna á Krímskaga og fordæmdi háttsemi Rússlands á svæðinu. Einnig fordæma Norðmenn atkvæðagreiðsluna sem var þar á sunnudaginn og skora á Rússa að draga hermenn sína af svæðinu. Ólafur og Ingvild héldu hvort sína ræðuna og svo fengu þau spurningar úr sal. Ræðu Ólafs má lesa hér. Þegar kom að spurningum úr sal til Ólafs og Ingvild Næss voru blaðamenn frá bæði Rússlandi og Úkraínu sem tóku til máls. Rússneskur blaðamaður sagði þetta vera í annað sinn sem ástandið í Úkraínu væri nefnt á ráðstefnunni og sagðist halda að ástandið væri flóknara en menn héldu. Var henni illa við að Rússland væri gagnrýnt í sal fullum af fólki frá Rússlandi og sagði að það hefði látið henni líða óþægilega. Þá sagði hún að það væri örugglega til betri vettvangur til að gagnrýna Rússland. Blaðamaður frá Úkraínu sagði samband Rússlands og Úkraínu mjög flókið. Hann spurði Ólaf og Ingvild hvort þau héldu að aðgerðir Rússa drægju úr vægi alþjóðalaga. Þegar Ólafur Ragnar tók til máls sagði hann ráðstefnuna ekki vera réttan vettvang til að gagnrýna einn af meðlimum ráðsins. „Það tæki okkur ekki lengur en klukkutíma að eyðileggja norðurskautssamstarfið. Ef við ætlum að ræða öll átök og stærstu mál heimsins munum við eyðileggja það,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði aðstæður í Úkraínu og Krímskaga alvarlegar, en Norðurskautsráðið væri eini vettvangurinn þar sem stórveldi hafi starfað saman síðan á kalda stríðsárunum. „Við ættum líka að passa okkur að skipta norðurskautinu ekki upp í hópa.“ Myndband af ræðu forsetans má sjá hér, á heimasíðu ráðstefnunnar. Ólafur Ragnar svarar spurningum úr sal í kringum 51:15. Svo virðist sem slökkt hafi verið á hljóðnema forsetans svo erfitt er að greina mál hans.
Úkraína Forseti Íslands Noregur Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira