Þeir bestu verða enn betri Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2014 14:45 Porsche Boxster GTS. Porsche fátæka mannsins kölluðu gárungarnir Porsche Boxster þegar hann kom fram á sjónarsviðið fyrir um 20 árum. Þær raddir eru þagnaðar og vilja margir nú meina að Boxster og Cayman bróðir hans séu nú jafnvel betur heppnaðir bílar en Porsche 911, án þess að gæði hans séu dregin í efa. Nú er Porsche að senda frá sér nýjar útgáfur af Boxster og Cayman og fá þeir báðir stafina GTS í enda nafns síns. Þessir GTS bílar eru í beinan karllegg við Boxster S og Cayman S bílana. Í þeim báðum er hin þekkta 3,4 lítra boxer vél sem verður 330 hestöfl í Boxster og 340 hestöfl í Cayman. Hún skilar báðum bílunum þriðjungi úr sekúndu fyrr í hundraðið en S-bílarnir. Boxster GTS er 4,4 sek. og Cayman 4,3 sek. í 100. Báðir þessir GTS-bílar verða með Sport Chrono pakkanum sem staðalbúnað, stillanlega fjöðrun og á 20 tommu svörtum felgum, í stíl við svarta umgjörð aðalljósanna. Alcantara áklæði er ráðandi í innréttingu bílanna. Verð Boxster GTS í Bandaríkjunum verður 73.500 dollarar og 75.200 fyrir Cayman GTS. Það verð er tíu þúsund dollurum hærra en á Boxster S og Cayman S.Innanrými bílanna. Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent
Porsche fátæka mannsins kölluðu gárungarnir Porsche Boxster þegar hann kom fram á sjónarsviðið fyrir um 20 árum. Þær raddir eru þagnaðar og vilja margir nú meina að Boxster og Cayman bróðir hans séu nú jafnvel betur heppnaðir bílar en Porsche 911, án þess að gæði hans séu dregin í efa. Nú er Porsche að senda frá sér nýjar útgáfur af Boxster og Cayman og fá þeir báðir stafina GTS í enda nafns síns. Þessir GTS bílar eru í beinan karllegg við Boxster S og Cayman S bílana. Í þeim báðum er hin þekkta 3,4 lítra boxer vél sem verður 330 hestöfl í Boxster og 340 hestöfl í Cayman. Hún skilar báðum bílunum þriðjungi úr sekúndu fyrr í hundraðið en S-bílarnir. Boxster GTS er 4,4 sek. og Cayman 4,3 sek. í 100. Báðir þessir GTS-bílar verða með Sport Chrono pakkanum sem staðalbúnað, stillanlega fjöðrun og á 20 tommu svörtum felgum, í stíl við svarta umgjörð aðalljósanna. Alcantara áklæði er ráðandi í innréttingu bílanna. Verð Boxster GTS í Bandaríkjunum verður 73.500 dollarar og 75.200 fyrir Cayman GTS. Það verð er tíu þúsund dollurum hærra en á Boxster S og Cayman S.Innanrými bílanna.
Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent