Sala bíla í Evrópu jókst um 8% í febrúar Finnur Thorlacius skrifar 19. mars 2014 12:45 Peugeot 308, bíll ársins, átti stærstan þátt í söluaukningu Peugeot. Sjötta mánuðinn í röð jókst bílasala í Evrópu í síðasta mánuði. Seldust alls 894.730 bílar samanborið við 831.371 bíl í fyrra í sama mánuði. Aukning í sölu á árinu stendur nú í 6,3% með 1,86 milljón bíla selda. Langflestri bílaframleiðenda seldu meira í ár en í fyrra, þó ekki Volkswagen, Chevrolet og Hyundai. Vöxtur Peugeot var 7% en systurmerkið Citroën stóð í stað. Sala Renault jókst um 11,5% en inní þeirri tölu er sala á Dacia bílum sem jókst um 34% og toppaði alla aðra framleiðendur. Sala Renault bíla eingöngu jókst um 4%. Ford jók söluna um 11% og Opel og Vauxhall seldust 16% betur en í fyrra, en sala Chevrolet bíla minnkaði um 5%. Fiat upplifði 6% aukningu, Toyota 14%, Nissan 3%, Kia 8%, en sala systurfyrirtækis þess, Hyundai minnkaði um 3%. Sala Volkswagen minnkaði um 0,8%, en önnur merki bílarisans stóðu sig betur. Skoda þeirra best með 22% vöxt, Seat með 16%, Audi 12%. Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent
Sjötta mánuðinn í röð jókst bílasala í Evrópu í síðasta mánuði. Seldust alls 894.730 bílar samanborið við 831.371 bíl í fyrra í sama mánuði. Aukning í sölu á árinu stendur nú í 6,3% með 1,86 milljón bíla selda. Langflestri bílaframleiðenda seldu meira í ár en í fyrra, þó ekki Volkswagen, Chevrolet og Hyundai. Vöxtur Peugeot var 7% en systurmerkið Citroën stóð í stað. Sala Renault jókst um 11,5% en inní þeirri tölu er sala á Dacia bílum sem jókst um 34% og toppaði alla aðra framleiðendur. Sala Renault bíla eingöngu jókst um 4%. Ford jók söluna um 11% og Opel og Vauxhall seldust 16% betur en í fyrra, en sala Chevrolet bíla minnkaði um 5%. Fiat upplifði 6% aukningu, Toyota 14%, Nissan 3%, Kia 8%, en sala systurfyrirtækis þess, Hyundai minnkaði um 3%. Sala Volkswagen minnkaði um 0,8%, en önnur merki bílarisans stóðu sig betur. Skoda þeirra best með 22% vöxt, Seat með 16%, Audi 12%.
Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent