Óumbeðin Tesla-auglýsing tryggði framtíðina Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2014 16:53 Tesla Model S. Tesla Motors eyðir ekki eyri í framleiðslu auglýsinga og það vissu tveir nýútskrifaðir nemendur háskólans í S-Kaliforníu en gerðu samt mínútulangt auglýsingamyndband um Tesla Model S bílinn. Það sendu þeir síðan til Elon Musk forstjóra og eiganda Tesla. Hann varð svona yfir sig hrifinn og kallaði þá á sinn fund í janúar síðastliðnum sem leitt hefur til frekara samstarfs milli þeirra og Tesla. Gerð auglýsingarinn kostaði þá kumpána 1.500 dollara, sem lá aðallega í hótelkostnaði og mat fyrir þá 15 sjálfboðaliða sem þeir fengu með sér við gerð auglýsingarinnar. Svo mikil hefur velgengni þeirra verið síðan að framleiðslufyrirtæki þeirra hefur nú 14 manns í vinnu, náði sér strax í fjármögnun og hefur unnið auglýsingar fyrir nokkur fyrirtæki síðan. Svona getur ein góð hugmynd og smá sjálfboðavinna skilað miklum árangri og athygli. Sjá má auglýsinguna fyrir Tesla hér að ofan. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent
Tesla Motors eyðir ekki eyri í framleiðslu auglýsinga og það vissu tveir nýútskrifaðir nemendur háskólans í S-Kaliforníu en gerðu samt mínútulangt auglýsingamyndband um Tesla Model S bílinn. Það sendu þeir síðan til Elon Musk forstjóra og eiganda Tesla. Hann varð svona yfir sig hrifinn og kallaði þá á sinn fund í janúar síðastliðnum sem leitt hefur til frekara samstarfs milli þeirra og Tesla. Gerð auglýsingarinn kostaði þá kumpána 1.500 dollara, sem lá aðallega í hótelkostnaði og mat fyrir þá 15 sjálfboðaliða sem þeir fengu með sér við gerð auglýsingarinnar. Svo mikil hefur velgengni þeirra verið síðan að framleiðslufyrirtæki þeirra hefur nú 14 manns í vinnu, náði sér strax í fjármögnun og hefur unnið auglýsingar fyrir nokkur fyrirtæki síðan. Svona getur ein góð hugmynd og smá sjálfboðavinna skilað miklum árangri og athygli. Sjá má auglýsinguna fyrir Tesla hér að ofan.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent