Í stutta myndbandinu heyrum við mjúka hlið Biebers og bendir margt til þess að textinn fjalli um fyrrum kærustu hans. Þau sáust fyrir skömmu snæða kvöldmat saman og ýtir það enn frekar undir orðróminn.
Bieber var handtekinn í janúarmánuði fyrir ölvunarakstur en nýja lagið gefur til kynna að pilturinn sé að opna augun. Lagið Broken sem leit dagsins ljós í febrúar og var það fyrsta eftir árekstra hans við lögin hafði neikvæðari blæ heldur en nýja lagið. Það eru eflaust margir sem vona textinn fjalli um Gomez og að þetta stjörnupar finni hvort annað á ný.