Toyota bestir notaðra bíla samkvæmt Consumer Reports Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2014 14:30 Toyota Camry. Á nýbirtum lista Consumer Reports í Bandaríkjunum yfir áreiðanlegustu bílana af árgerðum 2004 til 2013 eru Toyota bílar mjög áberandi með samtals 11 bíla í hinum ýmsu flokkum. Consumer Reports skiptir bílunum bæði í verðflokka og bílgerðaflokka. Í flokki minni bíla á verðbilinu 15-20.000 dollara fengu reyndar bílarnir Hyundai Elantra af árgerð 2012-13 og Subaru Impreza af árgerð 2011-13 hæstu einkunnina. Í sama verðflokki stærri fjölskyldubíla fengu Toyota Camry 2011-12, Toyota Camry Hybrid 2010-11 og Acura TL (frá Honda) 2008 hæsta einkunn. Í flokki jepplinga voru það Lexus RX 2006-7 og Subaru Forester 2009-10 sem trónuðu hæst. Í heildina mælti Consumer Reports með 28 bílum sem bestu kosti við kaup á notuðum bílum og voru 11 þeirra frá Toyota. Á hinum enda listans nefndi Consumer Reprts 22 bíla sem fólk ætti að forðast. Þar á meðal voru bílarnir Chevrolet Cruze með 1,8 vél og Mini Cooper S sem þeir segja að eigi afar slæma bilanasögu. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent
Á nýbirtum lista Consumer Reports í Bandaríkjunum yfir áreiðanlegustu bílana af árgerðum 2004 til 2013 eru Toyota bílar mjög áberandi með samtals 11 bíla í hinum ýmsu flokkum. Consumer Reports skiptir bílunum bæði í verðflokka og bílgerðaflokka. Í flokki minni bíla á verðbilinu 15-20.000 dollara fengu reyndar bílarnir Hyundai Elantra af árgerð 2012-13 og Subaru Impreza af árgerð 2011-13 hæstu einkunnina. Í sama verðflokki stærri fjölskyldubíla fengu Toyota Camry 2011-12, Toyota Camry Hybrid 2010-11 og Acura TL (frá Honda) 2008 hæsta einkunn. Í flokki jepplinga voru það Lexus RX 2006-7 og Subaru Forester 2009-10 sem trónuðu hæst. Í heildina mælti Consumer Reports með 28 bílum sem bestu kosti við kaup á notuðum bílum og voru 11 þeirra frá Toyota. Á hinum enda listans nefndi Consumer Reprts 22 bíla sem fólk ætti að forðast. Þar á meðal voru bílarnir Chevrolet Cruze með 1,8 vél og Mini Cooper S sem þeir segja að eigi afar slæma bilanasögu.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent