Toyota lokar 2 verksmiðjum í Indlandi vegna launadeilna Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2014 13:00 Toyota verksmiðja í Indlandi. Toyota rekur tvær bílasamsetnignaverksmiðjur rétt fyrir utan Bangalore í Indlandi. Síðustu 10 mánuði hafa viðræður staðið yfir vegna launamála starfsfólks þar og virðist mikill hiti í starfsfólki. Það hefur orðið til þess að Toyota sér engan kost annan en loka verksmiðjunum tímabundið þar sem yfirmenn hafa orðið fyrir tíðum hótunum frá starfsfólkinu. Í þessum tveimur verksmiðjum eru framleiddir 700 bílar á dag og þar vinna 6.400 manns. Á Indlandi seldust 1,6% af heimsframleiðslu Toyota bíla í fyrra. Ársframleiðslan í verksmiðjunum í Indlandi eru um 220.000 bílar, sem er nokkuð meira heldur en salan í Indlandi, svo stöðvun verksmiðjanna gæti haft áhrif á sölu Toyota bíla víðar en í Indlandi. Toyota er nýbúið að hækka lítillega laun starfsfólks síns í Japan, en sú hækkun var ekki stórvaxin, eða sem nemur um 3.000 krónum á mánuði fyrir hvern starfsmann. Engu að síður var þessi launahækkun sú mesta sem orðið hefur þar í 21 ár. Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english
Toyota rekur tvær bílasamsetnignaverksmiðjur rétt fyrir utan Bangalore í Indlandi. Síðustu 10 mánuði hafa viðræður staðið yfir vegna launamála starfsfólks þar og virðist mikill hiti í starfsfólki. Það hefur orðið til þess að Toyota sér engan kost annan en loka verksmiðjunum tímabundið þar sem yfirmenn hafa orðið fyrir tíðum hótunum frá starfsfólkinu. Í þessum tveimur verksmiðjum eru framleiddir 700 bílar á dag og þar vinna 6.400 manns. Á Indlandi seldust 1,6% af heimsframleiðslu Toyota bíla í fyrra. Ársframleiðslan í verksmiðjunum í Indlandi eru um 220.000 bílar, sem er nokkuð meira heldur en salan í Indlandi, svo stöðvun verksmiðjanna gæti haft áhrif á sölu Toyota bíla víðar en í Indlandi. Toyota er nýbúið að hækka lítillega laun starfsfólks síns í Japan, en sú hækkun var ekki stórvaxin, eða sem nemur um 3.000 krónum á mánuði fyrir hvern starfsmann. Engu að síður var þessi launahækkun sú mesta sem orðið hefur þar í 21 ár.
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english