Nürburgring seld á 12 milljarða Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2014 08:45 Nürburgring brautin. Loks kom að því að hin fræga akstursbraut Nürburgring í Þýskalandi yrði seldi eftir að fyrri rekstraraðili hennar varð gjadþrota. Kaupandinn, sem kom verulega á óvart með hátt lokatilboð, er Capricorn Development frá Düsseldorf og greiddi 77 milljónir Evra fyrir brautina vinsælu, eða um 12 milljarða króna. Ennfremur hefur Capricorn lofað að fjárfesta fyrir 4 milljarða í brautinni. Fyrirtækið ætlar að halda brautinni opinni fyrir almenningi og hyggst draga að tæknifyrirtæki í nágrenni brautarinnar og setja á fót einskonar tæknigarð við hana. Lokatilboð Capricorn kom aðeins nokkrum mínútum fyrir lokun tilboða, en heimildir herma að annað tilboð frá HIG Capital hafi legið á milli 60 og 70 milljónum Evra. Stærsta spurningin um framtíð brautarinnar er sú hvort Formúla 1 verði áfram á brautinni, en Bernie Ecclestone hefur áður látið að því liggja að framtíð þýsks kappaksturs í Formúlu 1 verði í Hockenheim. Nú er bara spurningin hvort Ecclestone snýst hugur nú þegar eignarhald og framtíð brautarinnar er ráðin. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent
Loks kom að því að hin fræga akstursbraut Nürburgring í Þýskalandi yrði seldi eftir að fyrri rekstraraðili hennar varð gjadþrota. Kaupandinn, sem kom verulega á óvart með hátt lokatilboð, er Capricorn Development frá Düsseldorf og greiddi 77 milljónir Evra fyrir brautina vinsælu, eða um 12 milljarða króna. Ennfremur hefur Capricorn lofað að fjárfesta fyrir 4 milljarða í brautinni. Fyrirtækið ætlar að halda brautinni opinni fyrir almenningi og hyggst draga að tæknifyrirtæki í nágrenni brautarinnar og setja á fót einskonar tæknigarð við hana. Lokatilboð Capricorn kom aðeins nokkrum mínútum fyrir lokun tilboða, en heimildir herma að annað tilboð frá HIG Capital hafi legið á milli 60 og 70 milljónum Evra. Stærsta spurningin um framtíð brautarinnar er sú hvort Formúla 1 verði áfram á brautinni, en Bernie Ecclestone hefur áður látið að því liggja að framtíð þýsks kappaksturs í Formúlu 1 verði í Hockenheim. Nú er bara spurningin hvort Ecclestone snýst hugur nú þegar eignarhald og framtíð brautarinnar er ráðin.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Rútur skullu saman á Hellu Innlent