Bónusar starfsfólks Volkswagen lækka Finnur Thorlacius skrifar 12. mars 2014 11:15 Í verksmiðju Volkswagen. Sökum minnkandi bílasölu Volkswagen í Evrópu á síðasta ári munu launabónusar starfsfólks í 6 verksmiðjum Volkswagen í vesturhluta Þýskalands lækka á milli ára um 1.000 Evrur. Þrátt fyrir það fá 100.000 starfsmenn þessara verksmiðja 960.000 krónur í ársbónus vegna ársins í fyrra. Þeir fengu 1.120.000 fyrir ári síðan, en hæstur varð bónusinn fyrir árið 2011, 1.275.000 krónur. Heimur versnandi fer, eða hvað? Líklega eru fá dæmi þess hér á landi að starfsfólk í verksmiðjum hér á landi fái ársbónusa í líkingu við þetta og þrátt fyrir lækkun á milli ára má alveg nota eina milljón króna í viðbót við hefðbundin ágæt laun. Forvitnilegt verður að sjá hvað undirmerki Volkswagen, svo sem Audi og Porsche sem gekk vel í fyrra, borga sínu starfsfólki í ársbónus. Volkswagen fyrirtækið í heild, með öll sín 12 bíla- og trukkamerki, mun skila ársuppgjöri þann 13. mars. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent
Sökum minnkandi bílasölu Volkswagen í Evrópu á síðasta ári munu launabónusar starfsfólks í 6 verksmiðjum Volkswagen í vesturhluta Þýskalands lækka á milli ára um 1.000 Evrur. Þrátt fyrir það fá 100.000 starfsmenn þessara verksmiðja 960.000 krónur í ársbónus vegna ársins í fyrra. Þeir fengu 1.120.000 fyrir ári síðan, en hæstur varð bónusinn fyrir árið 2011, 1.275.000 krónur. Heimur versnandi fer, eða hvað? Líklega eru fá dæmi þess hér á landi að starfsfólk í verksmiðjum hér á landi fái ársbónusa í líkingu við þetta og þrátt fyrir lækkun á milli ára má alveg nota eina milljón króna í viðbót við hefðbundin ágæt laun. Forvitnilegt verður að sjá hvað undirmerki Volkswagen, svo sem Audi og Porsche sem gekk vel í fyrra, borga sínu starfsfólki í ársbónus. Volkswagen fyrirtækið í heild, með öll sín 12 bíla- og trukkamerki, mun skila ársuppgjöri þann 13. mars.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent