Seat sneggsti framhjóladrifni bíllinn á Nürburgring Fiunnur Thorlacius skrifar 11. mars 2014 09:48 Seat bíllinn í brautinni í Nürburgring. Það er harla ósennilegt að Seat bíll smíðaður á Spáni sé sá sneggsti sem farið hefur Nürburgring brautina á sneggstum tíma framhjóladrifinna bíla. Þannig er það samt og hann er sá fyrsti sem fer hana á innan við 8 mínútum, eða nákvæmlega 7:58,4. Seat Leon Cupra 280 er þó enginn aumingi með sín 280 hestöfl og Brembo bremsum. Bíllinn sem setti metið var að auki á Michelin Pilot Sport Cup dekkjum. Helsta spurningin er nú hvort að 20 hestöflum öflugri Volkswagen Golf R eða hinn 280 hestafla nýi Honda Civic Type R muni ná þessu meti af Seat bílnum. Honda hefur reyndar látið hafa eftir sér að þeir ætli ekki að reyna við metið. Margir bílablaðamenn hafi frekar mælt með kaupum á Seat Leon Cupra 280 umfram Volkswagen Golf R, enda er hann ódýrari og þeir telja hann betri. Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent
Það er harla ósennilegt að Seat bíll smíðaður á Spáni sé sá sneggsti sem farið hefur Nürburgring brautina á sneggstum tíma framhjóladrifinna bíla. Þannig er það samt og hann er sá fyrsti sem fer hana á innan við 8 mínútum, eða nákvæmlega 7:58,4. Seat Leon Cupra 280 er þó enginn aumingi með sín 280 hestöfl og Brembo bremsum. Bíllinn sem setti metið var að auki á Michelin Pilot Sport Cup dekkjum. Helsta spurningin er nú hvort að 20 hestöflum öflugri Volkswagen Golf R eða hinn 280 hestafla nýi Honda Civic Type R muni ná þessu meti af Seat bílnum. Honda hefur reyndar látið hafa eftir sér að þeir ætli ekki að reyna við metið. Margir bílablaðamenn hafi frekar mælt með kaupum á Seat Leon Cupra 280 umfram Volkswagen Golf R, enda er hann ódýrari og þeir telja hann betri.
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent