Sport

Eygló Ósk með Íslandsmet annan daginn í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Vísir/Valli
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, er greinilega í frábæru formi á Opna danska meistaramótinu í 50 metra laug, en í dag setti hún Íslandsmet annan daginn í röð.

Eygló Ósk setti met í dag í 50 metra baksundi þegar hún kom í mark á 28,61 sekúndum. Eygló Ósk tók metið þar með af Ingibjörgu Kristínu Jónsdóttur sem synti á 28,62 sekúndum á sínum tíma.

Eygló Ósk setti metið í undanúrslitum í 50 metra baksundinu en hún var önnur inn í úrslitin.

Frábært sund hennar í 200 metra baksundi í gær, þar sem hún setti einnig Íslandsmet, skilaði henni í 4. sæti Evrópulistans og 6. sæti heimslistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×