Körfubolti

Nowitzki fór fyrir Dallas í sigri á OKC | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Dallas Mavericks á er á fínum skriði í NBA-deildinni í körfubolta en liðið er búið að vinna sjö af síðustu tíu leikjum sínum og rígheldur í áttunda sætið í vestrinu í baráttu við spútniklið Phoenix Suns.

Dallas vann næst efsta lið vestursins, Oklahoma City Thunder, 128-119, í framlengdum leik í nótt þar sem Kevin Durant skoraði 43 stig fyrir gestina frá Oklahoma City. Hann er nú búinn að skora 25 stig eða meira í 36 leikjum í röð. Metið á MichaelJordan sem gerði slíkt hið sama í 40 leikjum í röð 1986-1987.

Stórleikur hans dugði þó ekki til sigurs því Dallas var sterkara í framlengingunni með DirkNowitzki sem sinn besta mann. Hann skoraði níu stig Dallas af 17 í framlengingunni og 32 stig í heildina auk þess sem hann tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

Allt byrjunarlið Dallas skoraði yfir tíu stig eða meira en hjá Oklahoma City var RussellWestbrook næst stigahæstur á eftir Durant með 23 stig, 7 stoðsendingar og 8 fráköst.

Einvígi Dirk og Durants


Þá dældaði Los Angeles Lakers vonir New York Knicks um að komast í úrslitakeppnina með sigri á heimavelli í nótt, 127-96.

Helsta framlag Lakers-manna kom af bekknum en þrír stigahæstu menn liðsins í leiknum, XavierHenry (22 stig), Nick Young (20 stig) og Kent Bazemore (18 stig) byrjuðu á varamannabekknum.

Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir New York Knicks sem er í níunda sæti austurdeildarinnar með 29 sigra og 42 töp, þremur leikjum frá Atlanta Hawks sem er í áttunda sætinu.

Hér efst í fréttinni má sjá fimm flottustu tilþrif næturinnar.

Úrslit næturinnar:

Cleveland Cavaliers - Toronto Raptors 102-100

Orlando Magic - Portland Trail Blazers 95-85

Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 128-119

Los Angeles Lakers - New York Knicks 127-96

Staðan í deildinni.

Victor Oladipo með ökklabrjót


NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×