Sebastian Loeb vill metið í Goodwood Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2014 16:00 Sebastian Loeb verður aldrei saddur af titlum og metum og hann hyggst bæta einu meti í safnið í sumar. Í júní verður hið þekkta brekkuklifur í Goodwood Festival of Speed haldið sem fyrr þann mánuð og þar ætlar Loeb að ná metinu af Nick Heidfeld. Það met er komið til ára sinna, enda frá því 1999. Þá ók Heidfeld Mclaren MP4/13 bíl til sigurs og hefur tími hans ekki verið bættur síðan. Sebastian Loeb ætlar að aka á sama Peugeot 208 T16 bíl og hann setti Pikes Peak metið í brekkuklifri á í fyrra. Þar rústaði hann metinu svo svakalega að engum sögum fer af öðru eins. Bíll Loeb er 875 hestöfl og jafn mörg kíló og með stærri afturvæng en Airbus A380 flugvél! Bíll hans er svo öflugur að hann er einn fárra bíla heims sem eru færir um að skáka Formúlu 1 bílum og Loeb er einmitt maðurinn til að aka honum. Ef hann ekki mun klessukeyra bílnum á leiðinni upp, mun hann vafalaust ná metinu. Í myndskeiðinu hér að ofan sést Sebastian Loeb setja metið í Pikes Peak brekkuklifrinu. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent
Sebastian Loeb verður aldrei saddur af titlum og metum og hann hyggst bæta einu meti í safnið í sumar. Í júní verður hið þekkta brekkuklifur í Goodwood Festival of Speed haldið sem fyrr þann mánuð og þar ætlar Loeb að ná metinu af Nick Heidfeld. Það met er komið til ára sinna, enda frá því 1999. Þá ók Heidfeld Mclaren MP4/13 bíl til sigurs og hefur tími hans ekki verið bættur síðan. Sebastian Loeb ætlar að aka á sama Peugeot 208 T16 bíl og hann setti Pikes Peak metið í brekkuklifri á í fyrra. Þar rústaði hann metinu svo svakalega að engum sögum fer af öðru eins. Bíll Loeb er 875 hestöfl og jafn mörg kíló og með stærri afturvæng en Airbus A380 flugvél! Bíll hans er svo öflugur að hann er einn fárra bíla heims sem eru færir um að skáka Formúlu 1 bílum og Loeb er einmitt maðurinn til að aka honum. Ef hann ekki mun klessukeyra bílnum á leiðinni upp, mun hann vafalaust ná metinu. Í myndskeiðinu hér að ofan sést Sebastian Loeb setja metið í Pikes Peak brekkuklifrinu.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent