Fjórir strokkar í Porsche Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2014 12:30 Porsche Boxster GTS. Porsche hefur ekki hingað til notað mikið af fjögurra strokka vélum í bíla sína, en það er að fara að breytast. Næsta kynslóð Boxster og Cayman bíla Porsche verður með 4 strokka vélum. Það þýðir ekki að þar fari afllitlir bílar því Porsche segir að þær verði allt að 400 hestöfl. Porsche er nú þegar með 4 strokka vél í hinum hátæknivædda Porsche 919 Hybrid keppnisbíl og það er sú vél sem byggt verður á við smíði vélanna í Boxster og Cayman. Að sjálfsögðu verður þessi vél af Boxer-gerð, eins og allar aðrar vélar Porsche, þ.e. þverstæð, sem tryggir þýðgengi og lágan þyngdarpunkt bílanna. Porsche segir að fyrirtækið sé ekki, frekar en aðrir bílasmiðir, undanþegið því að lækka útblástur koltvísýrings í bílum sínum og að vélar bíla þeirra muni halda áfram að minnka, en það verði þó ekki til þess að minnka afl þeirra, aðeins eyðslu og útblástur. Núverandi Boxster og Cayman bílar Porsche eru með 3,4 lítra 6 strokka vélar, sem eru allt að 335 hestöfl. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent
Porsche hefur ekki hingað til notað mikið af fjögurra strokka vélum í bíla sína, en það er að fara að breytast. Næsta kynslóð Boxster og Cayman bíla Porsche verður með 4 strokka vélum. Það þýðir ekki að þar fari afllitlir bílar því Porsche segir að þær verði allt að 400 hestöfl. Porsche er nú þegar með 4 strokka vél í hinum hátæknivædda Porsche 919 Hybrid keppnisbíl og það er sú vél sem byggt verður á við smíði vélanna í Boxster og Cayman. Að sjálfsögðu verður þessi vél af Boxer-gerð, eins og allar aðrar vélar Porsche, þ.e. þverstæð, sem tryggir þýðgengi og lágan þyngdarpunkt bílanna. Porsche segir að fyrirtækið sé ekki, frekar en aðrir bílasmiðir, undanþegið því að lækka útblástur koltvísýrings í bílum sínum og að vélar bíla þeirra muni halda áfram að minnka, en það verði þó ekki til þess að minnka afl þeirra, aðeins eyðslu og útblástur. Núverandi Boxster og Cayman bílar Porsche eru með 3,4 lítra 6 strokka vélar, sem eru allt að 335 hestöfl.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent