Klára Fast & Furious með tvífara Paul Walker Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2014 09:45 Sviplegt fráfall leikarans Paul Walker í bílslysi varð til þess að tökum á sjöundu myndinni í bílabíóröð Fast & Furious var frestað og huggðu sumir að hætt yrði við myndina. Svo verður þó ekki. Myndin átti upphaflega að verða frumsýnd 11. júlí í ár, en það verður þess í stað þann 10. apríl á næsta ári. Nú standa yfir áframhaldandi tökur á myndinni og verður persóna Paul Walker ekki skrifuð út og með hlutverk hans fer tvífari, en í einhverju mæli verður andlit Walker sett í stað hans með tölvutækni. Hlutverki Paul Walker í myndinni hefur verið breytt á þann hátt að hann hverfur af sjónarsviðinu, en deyr ekki. Með því vilja framleiðendur myndarinnar heiðra minningu annars þess aðalleikara sem búið hefur til þessa ábatasömu bíómyndaröð. Framleiðsla þeirra hefur nú þegar halað inn 230 milljörðum króna í tekjur. Brot úr þessari sjöndu mynd Fast & Furious má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent
Sviplegt fráfall leikarans Paul Walker í bílslysi varð til þess að tökum á sjöundu myndinni í bílabíóröð Fast & Furious var frestað og huggðu sumir að hætt yrði við myndina. Svo verður þó ekki. Myndin átti upphaflega að verða frumsýnd 11. júlí í ár, en það verður þess í stað þann 10. apríl á næsta ári. Nú standa yfir áframhaldandi tökur á myndinni og verður persóna Paul Walker ekki skrifuð út og með hlutverk hans fer tvífari, en í einhverju mæli verður andlit Walker sett í stað hans með tölvutækni. Hlutverki Paul Walker í myndinni hefur verið breytt á þann hátt að hann hverfur af sjónarsviðinu, en deyr ekki. Með því vilja framleiðendur myndarinnar heiðra minningu annars þess aðalleikara sem búið hefur til þessa ábatasömu bíómyndaröð. Framleiðsla þeirra hefur nú þegar halað inn 230 milljörðum króna í tekjur. Brot úr þessari sjöndu mynd Fast & Furious má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent