Klára Fast & Furious með tvífara Paul Walker Finnur Thorlacius skrifar 24. mars 2014 09:45 Sviplegt fráfall leikarans Paul Walker í bílslysi varð til þess að tökum á sjöundu myndinni í bílabíóröð Fast & Furious var frestað og huggðu sumir að hætt yrði við myndina. Svo verður þó ekki. Myndin átti upphaflega að verða frumsýnd 11. júlí í ár, en það verður þess í stað þann 10. apríl á næsta ári. Nú standa yfir áframhaldandi tökur á myndinni og verður persóna Paul Walker ekki skrifuð út og með hlutverk hans fer tvífari, en í einhverju mæli verður andlit Walker sett í stað hans með tölvutækni. Hlutverki Paul Walker í myndinni hefur verið breytt á þann hátt að hann hverfur af sjónarsviðinu, en deyr ekki. Með því vilja framleiðendur myndarinnar heiðra minningu annars þess aðalleikara sem búið hefur til þessa ábatasömu bíómyndaröð. Framleiðsla þeirra hefur nú þegar halað inn 230 milljörðum króna í tekjur. Brot úr þessari sjöndu mynd Fast & Furious má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent
Sviplegt fráfall leikarans Paul Walker í bílslysi varð til þess að tökum á sjöundu myndinni í bílabíóröð Fast & Furious var frestað og huggðu sumir að hætt yrði við myndina. Svo verður þó ekki. Myndin átti upphaflega að verða frumsýnd 11. júlí í ár, en það verður þess í stað þann 10. apríl á næsta ári. Nú standa yfir áframhaldandi tökur á myndinni og verður persóna Paul Walker ekki skrifuð út og með hlutverk hans fer tvífari, en í einhverju mæli verður andlit Walker sett í stað hans með tölvutækni. Hlutverki Paul Walker í myndinni hefur verið breytt á þann hátt að hann hverfur af sjónarsviðinu, en deyr ekki. Með því vilja framleiðendur myndarinnar heiðra minningu annars þess aðalleikara sem búið hefur til þessa ábatasömu bíómyndaröð. Framleiðsla þeirra hefur nú þegar halað inn 230 milljörðum króna í tekjur. Brot úr þessari sjöndu mynd Fast & Furious má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent