Sport

Þrefalt hjá Gerplukonum í gær - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslandsmeistarinn Norma Dögg Róbertsdóttir er hér á milli þeirra Thelmu Rutar Hermannsdóttur og Agnesar Suto.
Íslandsmeistarinn Norma Dögg Róbertsdóttir er hér á milli þeirra Thelmu Rutar Hermannsdóttur og Agnesar Suto. Mynd/Fésbókarsíðu Gerplu
Gerpla hélt áfram sigurgöngu sinni í fjölþraut kvenna á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum í gær þegar Gerpla átti þrjár á palli í kvennaflokki. Gerpla hefur nú átt Íslandsmeistara kvenna í fimleikum í ellefu ár í röð.

Thelma Rut Hermannsdóttir varð reyndar að sjá á eftir Íslandsmeistaratitlinum eftir fjögurra ára sigurgöngu en gullið fór ekki langt því liðfélagi hennar Norma Dögg Róbertsdóttir varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn.

Thelma Rut Hermannsdóttir datt reyndar alla leið niður í þriðja sætið því Agnes Suto, einnig úr Gerplu, tók annað sætið.

Á fésbókarsíðu Gerplu voru margar flottar myndir af stelpunum og þá má sjá nokkrar af þeim hér fyrir neðan.

Framundan er síðan keppni á einstökum áhöldum í dag hjá bæði körlum og konum en Íslandsmótið í ár fer fram Laugarbóli, fimleikahúsi Ármenninga í Laugardalnum. Keppnin fer fram á milli 13.00 og 16.30.



Mynd/Fésbókarsíðu Gerplu
Mynd/Fésbókarsíðu Gerplu
Mynd/Fésbókarsíðu Gerplu
Mynd/Fésbókarsíðu Gerplu

Tengdar fréttir

Bjarki og Norma Dögg Íslandsmeistarar í fjölþraut

Bjarki Ásgeirsson úr Ármanni og Norma Dögg Róbertsdóttir úr Gerplu urðu í dag Íslandsmeistarar í fjölþraut á Íslandsmótinu í áhaldafimleikum en bæði voru þau að vinna titilinn í fyrsta sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×