BMW 9 kynntur í Peking Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2014 16:09 BMW Pininfarina Gran Lusso Coupe Concept. Auto Motor und Sport greinir frá því að BMW ætli að sýna glænýjan BMW 9 á bílasýningunni í peking síðar í mánuðinum. Er það vafalaust gert vegna þess að BMW á von á að finna flesta kaupendur þess stóra bíls í Kína. BMW 9 á að keppa við Mercedes Benz S600 Maybach sem kemur brátt af árgerð 2015 og því ætlar BMW ekki að eftirláta Mercedes Benz sviðið í þessum flokki stærstu lúxusbíla. Hermt er að nýr BMW 9 sé byggður á tilraunabílnum BMW Pininfarina Gran Lusso Coupe sem var sýndur á Villa d´Este Concours d´Elegance á Ítalíu í maí síðastliðnum. BMW 9 verður byggður á G11 undirvagni BMW sem einnig verður í nokkrum BMW- og Rolls-Royce bílum, þar á meðal BMW 7-línunni. Bæði BMW 9 og BMW 7 munu líklega koma á markað árið 2016. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Auto Motor und Sport greinir frá því að BMW ætli að sýna glænýjan BMW 9 á bílasýningunni í peking síðar í mánuðinum. Er það vafalaust gert vegna þess að BMW á von á að finna flesta kaupendur þess stóra bíls í Kína. BMW 9 á að keppa við Mercedes Benz S600 Maybach sem kemur brátt af árgerð 2015 og því ætlar BMW ekki að eftirláta Mercedes Benz sviðið í þessum flokki stærstu lúxusbíla. Hermt er að nýr BMW 9 sé byggður á tilraunabílnum BMW Pininfarina Gran Lusso Coupe sem var sýndur á Villa d´Este Concours d´Elegance á Ítalíu í maí síðastliðnum. BMW 9 verður byggður á G11 undirvagni BMW sem einnig verður í nokkrum BMW- og Rolls-Royce bílum, þar á meðal BMW 7-línunni. Bæði BMW 9 og BMW 7 munu líklega koma á markað árið 2016.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent