Körfubolti

Hildur best í úrslitakeppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells.
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells. Vísir/Stefán
Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar í Domino's-deild kvenna.

Hildur var mögnuð í leikjunum þremur gegn Haukum í lokaúrslitunum en Snæfell vann alla leikina og tryggði sér titilinn með sigri á heimavelli í kvöld, 69-62.

Hún var aðeins einni stoðsendingur frá því að ná þrefaldri tvennuu í dag en Hildur var með 20 stig, þrettán fráköst og níu stoðsendingar.

Hildur skoraði svo sigurkörfu Snæfells í öðrum leik liðanna en skoraði þá 30 stig.

Snæfell varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins en þess má geta að hin bandaríska Chynna Brown gat lítið sem ekkert spilað í rimmunni vegna meiðsla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×