Hið óumflýjanlega gerist Finnur Thorlacius skrifar 2. apríl 2014 16:30 Hvernig gat þetta farið öðruvísi en illa? Þegar slár vegna komandi lestar er lokaðar og ljós blikka stöðva sem betur fer flestir ökumenn för sína, en ekki þessi. Að svína fyrir lest telst seint gáfulegt, því hún getur ekki vikið. Árekstur þessi varð á dögunum í Houston í Texas og það afsakar ekki ökumanninn að þessi gatnamót bílaumferðar og lesta eru tiltölulega ný. Það einkennilega er að á þessum gatnamótum hafa orðið 18 árekstrar frá því 1. janúar. Svo virðist því að erfitt muni reynast að venja Texasbúa við svona gatnamót, því þeir þurfa að komast sinnar leiðar og það strax. Enginn meiddist alvarlega í árekstrinum, þótt ótrúlegt megi virðast en víst er að bíllinn er ónýtur. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent
Hvernig gat þetta farið öðruvísi en illa? Þegar slár vegna komandi lestar er lokaðar og ljós blikka stöðva sem betur fer flestir ökumenn för sína, en ekki þessi. Að svína fyrir lest telst seint gáfulegt, því hún getur ekki vikið. Árekstur þessi varð á dögunum í Houston í Texas og það afsakar ekki ökumanninn að þessi gatnamót bílaumferðar og lesta eru tiltölulega ný. Það einkennilega er að á þessum gatnamótum hafa orðið 18 árekstrar frá því 1. janúar. Svo virðist því að erfitt muni reynast að venja Texasbúa við svona gatnamót, því þeir þurfa að komast sinnar leiðar og það strax. Enginn meiddist alvarlega í árekstrinum, þótt ótrúlegt megi virðast en víst er að bíllinn er ónýtur.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent