Arctic Trucks vottaður bílaframleiðandi fyrir Toyota í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2014 14:15 Breyttur Arctic Trucks bíll í Rússlandi. Arctic Trucks í Rússlandi fékk nýlega vottun Toyota í Rússlandi sem viðurkenndur bílaframleiðandi þar. Vottunin felur í sér formlega viðurkenningu á starfi Arctic Trucks í Rússlandi og að framleiðslan uppfylli kröfur Toyota í Rússlandi. Í kjölfar vottunarinnar kemur Arctic Trucks í Rússlandi til með að framleiða breytta bíla undir eigin WMI númeri (World Manufacturer Identifier) sem sjálfstæður bílaframleiðandi og segir Hinrik Jóhannsson, verkfræðingur og þróunarstjóri AT, að um sé að ræða ákveðinn áfanga sem muni leiða til betri viðskiptasamninga við Toyota. „Viðurkenningin á framleiðsluferlana og íhlutina sem við notum til breytinga á bílum Toyota leiða til betri samninga vegna þess að við þurfum ekki lengur að sanna fyrir seljendum nýrra breyttra bíla að bílarnir uppfylli gæða- og öryggiskröfur þeirra,“ segir Hinrik Jóhannsson, verkfræðingur og þróunarstjóri AT. Þess má geta að Arctic Trucks hefur nú þegar sambærilega vottun frá Toyota vegna breytinga á ákveðnum bílgerðum í Noregi og Dubai, auk Íslands. Nú síðast fékk Arcitc Trucks viðurkenningu á hækkaða heildarþyngd fyrir 6x6 Toyota Hilux og er nú leyfileg heildarþyngd á grind þeirra fimm tonn og fimmtíu kíló, sem er rúmlega tveimur tonnum meiri heildarþyngd en á óbreyttum Hilux frá framleiðanda. Á næstunni verða einnig viðurkenndar aðrar tegundir breytinga AT á jeppum frá Toyota. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent
Arctic Trucks í Rússlandi fékk nýlega vottun Toyota í Rússlandi sem viðurkenndur bílaframleiðandi þar. Vottunin felur í sér formlega viðurkenningu á starfi Arctic Trucks í Rússlandi og að framleiðslan uppfylli kröfur Toyota í Rússlandi. Í kjölfar vottunarinnar kemur Arctic Trucks í Rússlandi til með að framleiða breytta bíla undir eigin WMI númeri (World Manufacturer Identifier) sem sjálfstæður bílaframleiðandi og segir Hinrik Jóhannsson, verkfræðingur og þróunarstjóri AT, að um sé að ræða ákveðinn áfanga sem muni leiða til betri viðskiptasamninga við Toyota. „Viðurkenningin á framleiðsluferlana og íhlutina sem við notum til breytinga á bílum Toyota leiða til betri samninga vegna þess að við þurfum ekki lengur að sanna fyrir seljendum nýrra breyttra bíla að bílarnir uppfylli gæða- og öryggiskröfur þeirra,“ segir Hinrik Jóhannsson, verkfræðingur og þróunarstjóri AT. Þess má geta að Arctic Trucks hefur nú þegar sambærilega vottun frá Toyota vegna breytinga á ákveðnum bílgerðum í Noregi og Dubai, auk Íslands. Nú síðast fékk Arcitc Trucks viðurkenningu á hækkaða heildarþyngd fyrir 6x6 Toyota Hilux og er nú leyfileg heildarþyngd á grind þeirra fimm tonn og fimmtíu kíló, sem er rúmlega tveimur tonnum meiri heildarþyngd en á óbreyttum Hilux frá framleiðanda. Á næstunni verða einnig viðurkenndar aðrar tegundir breytinga AT á jeppum frá Toyota.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent