Frumleg myndataka Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2014 11:05 Sprungurnar í ís Baikalvatns lýstar upp neðanfrá. Jalopnik Þegar kemur að því að mynda nýja bíla eru ljósmyndarar misfrumlegir en segja má að hér hafi verið mikið lagt í. Þessar myndir voru teknar á Baikalvatni í Rússalandi, sem er dýpsta stöðuvatn í heimi. Borað var gat á eins meters þykkan ísinn og bíllinn lýstur upp neðan frá. Svo erfitt reyndist að bora nógu stórt gat á ísinn að fá þurfti hjálp frá veiðimönnum sem vanir eru að veiða gegnum þykkan ísinn til að koma lýsingunni fyrir ofan í vatninu. Tökurnar fóru fram um nótt svo að sprungurnar ísnum lýstust betur upp. Bíllinn á myndinni er af Chevrolet Cruze-gerð. Einn vandinn sem ljósmyndararnir glímdu við var að allt umstangið í kringum bílinn, þar sem menn þurftu að vera á gaddaskóm, rispuðu hann svo mikið að pússa þurfti upp allt umhverfi hans til að fá hann eins kristaltæran og mögulegt var. Sannarlega flottar myndir og í senn frumlegar.Gullfallegt.Heilmikið mál var að komast í gegnum ísinn þykka. Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent
Þegar kemur að því að mynda nýja bíla eru ljósmyndarar misfrumlegir en segja má að hér hafi verið mikið lagt í. Þessar myndir voru teknar á Baikalvatni í Rússalandi, sem er dýpsta stöðuvatn í heimi. Borað var gat á eins meters þykkan ísinn og bíllinn lýstur upp neðan frá. Svo erfitt reyndist að bora nógu stórt gat á ísinn að fá þurfti hjálp frá veiðimönnum sem vanir eru að veiða gegnum þykkan ísinn til að koma lýsingunni fyrir ofan í vatninu. Tökurnar fóru fram um nótt svo að sprungurnar ísnum lýstust betur upp. Bíllinn á myndinni er af Chevrolet Cruze-gerð. Einn vandinn sem ljósmyndararnir glímdu við var að allt umstangið í kringum bílinn, þar sem menn þurftu að vera á gaddaskóm, rispuðu hann svo mikið að pússa þurfti upp allt umhverfi hans til að fá hann eins kristaltæran og mögulegt var. Sannarlega flottar myndir og í senn frumlegar.Gullfallegt.Heilmikið mál var að komast í gegnum ísinn þykka.
Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent