Gerrard: Tilfinningarnar flæddu vegna Hillsborough Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 11:45 Steven Gerrard með Hillsborough-merkismiðann. Vísir/Getty Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur viðurkennt það að minningarstund vegna Hillsborough-slyssins fyrir City-leikinn hafi haft mikil áhrif á hann og átt sinn þátt í því að hann missti stjórn á tilfinningum sínum eftir sigurinn á Manchester City á sunnudaginn. Gerrard felldi nokkur tár í leikslok áður en hann hóaði öllum sínum leikmönnum saman og hélt yfir þeim stutta þrumuræðu. „Þessi vika snýst alltaf um eitthvað annað en fótbolta fyrir fólkið tengt Liverpool. Ástæðan fyrir því að ég var svona tilfinningasamur eftir leikinn var vegna þess hvenær þessi leikur fór fram," sagði Steven Gerrard við BBC. Liverpool steig skref í átt að fyrsta Englandsmeistaratitlinum í 24 ár með sigrinum á City og verður meistari með því að vinna fjóra síðustu leiki sína í deildinni. Í dag eru liðin 25 ár síðan að 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana á Hillsborough-leikvanginum þegar of mörgum áhorfendum var hleypt inn í endastúkuna á vellinum. Tíu ára frændi Gerrard, Jon-Paul Gilhooley, var sá yngsti af þeim sem lést í troðningnum. Gerrard og aðrir leikmenn Liverpool verða meðal þeirra 24 þúsund manns sem taka þátt í árlegri minningarathöfn um fórnarlömb Hillsborough-slyssins sem byrjar 13.45 á Anfield í dag en klukkan 15.06 verður mínútuþögn eða á sama tíma og leikurinn var stöðvaður á Hillsborough. Vísir/Getty Vísir/Getty Enski boltinn Hillsborough-slysið Tengdar fréttir Rodgers, Gerrard og Suárez bestir í mars Brendan Rodgers kjörinn stjóri mánaðarins og Steven Gerrard og Luis Suárez deila nafnbótinni leikmaður mánaðarins. 11. apríl 2014 09:30 Liverpool með pálmann í höndunum | Sjáðu mörkin Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari. 13. apríl 2014 00:01 Gerrard: Mikilvægasti mánuðurinn á ferlinum Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur spilað með félaginu frá árinu 1998 en sér nú fyrsta Englandstitilinn í hyllingum eftir 3-2 sigur á Manchester City í toppslag deildarinnar í gær. 14. apríl 2014 09:30 Misstir þú af mörkum helgarinnar í enska? - allt hér inn á Vísi Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur þá er hægt að fá flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi. 14. apríl 2014 09:00 Gerrard: Lengstu 90 mínútur sem ég hef spilað Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, átti erfitt með sig eftir sigurinn frækna gegn Man. City í dag. Gott ef hann felldi ekki tár í leikslok. 13. apríl 2014 14:45 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur viðurkennt það að minningarstund vegna Hillsborough-slyssins fyrir City-leikinn hafi haft mikil áhrif á hann og átt sinn þátt í því að hann missti stjórn á tilfinningum sínum eftir sigurinn á Manchester City á sunnudaginn. Gerrard felldi nokkur tár í leikslok áður en hann hóaði öllum sínum leikmönnum saman og hélt yfir þeim stutta þrumuræðu. „Þessi vika snýst alltaf um eitthvað annað en fótbolta fyrir fólkið tengt Liverpool. Ástæðan fyrir því að ég var svona tilfinningasamur eftir leikinn var vegna þess hvenær þessi leikur fór fram," sagði Steven Gerrard við BBC. Liverpool steig skref í átt að fyrsta Englandsmeistaratitlinum í 24 ár með sigrinum á City og verður meistari með því að vinna fjóra síðustu leiki sína í deildinni. Í dag eru liðin 25 ár síðan að 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana á Hillsborough-leikvanginum þegar of mörgum áhorfendum var hleypt inn í endastúkuna á vellinum. Tíu ára frændi Gerrard, Jon-Paul Gilhooley, var sá yngsti af þeim sem lést í troðningnum. Gerrard og aðrir leikmenn Liverpool verða meðal þeirra 24 þúsund manns sem taka þátt í árlegri minningarathöfn um fórnarlömb Hillsborough-slyssins sem byrjar 13.45 á Anfield í dag en klukkan 15.06 verður mínútuþögn eða á sama tíma og leikurinn var stöðvaður á Hillsborough. Vísir/Getty Vísir/Getty
Enski boltinn Hillsborough-slysið Tengdar fréttir Rodgers, Gerrard og Suárez bestir í mars Brendan Rodgers kjörinn stjóri mánaðarins og Steven Gerrard og Luis Suárez deila nafnbótinni leikmaður mánaðarins. 11. apríl 2014 09:30 Liverpool með pálmann í höndunum | Sjáðu mörkin Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari. 13. apríl 2014 00:01 Gerrard: Mikilvægasti mánuðurinn á ferlinum Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur spilað með félaginu frá árinu 1998 en sér nú fyrsta Englandstitilinn í hyllingum eftir 3-2 sigur á Manchester City í toppslag deildarinnar í gær. 14. apríl 2014 09:30 Misstir þú af mörkum helgarinnar í enska? - allt hér inn á Vísi Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur þá er hægt að fá flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi. 14. apríl 2014 09:00 Gerrard: Lengstu 90 mínútur sem ég hef spilað Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, átti erfitt með sig eftir sigurinn frækna gegn Man. City í dag. Gott ef hann felldi ekki tár í leikslok. 13. apríl 2014 14:45 Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Rodgers, Gerrard og Suárez bestir í mars Brendan Rodgers kjörinn stjóri mánaðarins og Steven Gerrard og Luis Suárez deila nafnbótinni leikmaður mánaðarins. 11. apríl 2014 09:30
Liverpool með pálmann í höndunum | Sjáðu mörkin Liverpool er komið í lykilstöðu í baráttunni um enska meistaratitilinn eftir 3-2 sigur á Man. City í hreint mögnuðum leik á Anfield. Liverpool er komið með fimm stiga forskot í deildinni og vinni liðið lokaleiki sína verður það meistari. 13. apríl 2014 00:01
Gerrard: Mikilvægasti mánuðurinn á ferlinum Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur spilað með félaginu frá árinu 1998 en sér nú fyrsta Englandstitilinn í hyllingum eftir 3-2 sigur á Manchester City í toppslag deildarinnar í gær. 14. apríl 2014 09:30
Misstir þú af mörkum helgarinnar í enska? - allt hér inn á Vísi Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur þá er hægt að fá flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi. 14. apríl 2014 09:00
Gerrard: Lengstu 90 mínútur sem ég hef spilað Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, átti erfitt með sig eftir sigurinn frækna gegn Man. City í dag. Gott ef hann felldi ekki tár í leikslok. 13. apríl 2014 14:45