Næsti Discovery Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2014 09:30 Land Rover Discovery bíllinn sem sýndur verður á bílasýningunni í New York. Land Rover hefur undanfarinn mánuð strítt bílaáhugamönnum með takmörkuðum svipmyndum af hugmyndabíl næstu gerðar Land Rover Discovery. Nú er Land Rover hinsvegar búið að birta mynda af bílnum í öllu sínu veldi. Afar stutt er í að þessi bíll verði sýndur almenningi, þ.e. á bílasýningunni í New York sem opnar á morgun, 16. apríl. Land Rover ítrekar að þessi bíll sé enn aðeins hugmyndabíll, hann gefi engu að síður til kynna framtíðarútlit Discovery, en ennfremur gætu orðið til nokkrar gerðir af Discovery. Þessi nýi Discovery getur tekið allt að 7 manns í sæti og hann verður hlaðinn nýjustu tækni, svo sem lazer-aðalljósum og „gegnsæu húddi“ þar sem ökumaður sér veginn undir framenda bílsins með aðstoð myndavéla, svo fátt eitt sé nefnt. Afturhurð bílsins opnast að framanverðu og er slíkt hurðafyrirkomulag oft kallað "suicide doors". Hurðirnar eru án handfanga, en ólíklegt er að endanlegur framleiðslubíll verði þannig. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Land Rover hefur undanfarinn mánuð strítt bílaáhugamönnum með takmörkuðum svipmyndum af hugmyndabíl næstu gerðar Land Rover Discovery. Nú er Land Rover hinsvegar búið að birta mynda af bílnum í öllu sínu veldi. Afar stutt er í að þessi bíll verði sýndur almenningi, þ.e. á bílasýningunni í New York sem opnar á morgun, 16. apríl. Land Rover ítrekar að þessi bíll sé enn aðeins hugmyndabíll, hann gefi engu að síður til kynna framtíðarútlit Discovery, en ennfremur gætu orðið til nokkrar gerðir af Discovery. Þessi nýi Discovery getur tekið allt að 7 manns í sæti og hann verður hlaðinn nýjustu tækni, svo sem lazer-aðalljósum og „gegnsæu húddi“ þar sem ökumaður sér veginn undir framenda bílsins með aðstoð myndavéla, svo fátt eitt sé nefnt. Afturhurð bílsins opnast að framanverðu og er slíkt hurðafyrirkomulag oft kallað "suicide doors". Hurðirnar eru án handfanga, en ólíklegt er að endanlegur framleiðslubíll verði þannig.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent