Milljón Dacia Duster á 4 árum Finnur Thorlacius skrifar 11. apríl 2014 14:15 Dacia Duster. Ódýri Dacia Duster jeppinn hefur ekki verið í sölu nema í 4 ár en nú þegar hefur hann selst í einni milljón eintaka. Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia er í eigu Renault-Nissan, en Dacia bílar eru þó framleiddir í fleiri löndum en Rúmeníu, eða 5 löndum alls. Dacia bílar eru nú seldir í meira en 100 löndum, en stærstu markaðir fyrir Dacia auk heimalandsins Rúmeníu eru Rússland, Frakkland, Brasilía, Indland og Þýskaland. Í fyrstu var ekki meiningin að selja Dacia bíla í V-Evrópu og því kemur góð sala á Dacia bílum á óvart í löndum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Lágt verð á Dacia bílum og ágæt reynsla kaupenda þeirra hefur hinsvegar stækkað markaðinn verulega. Dacia Duster fæst á Íslandi en umboðsaðili Dacia á Íslandi er BL. Verð jeppans hjá BL er frá 3.990.000 krónum. Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent
Ódýri Dacia Duster jeppinn hefur ekki verið í sölu nema í 4 ár en nú þegar hefur hann selst í einni milljón eintaka. Rúmenski bílaframleiðandinn Dacia er í eigu Renault-Nissan, en Dacia bílar eru þó framleiddir í fleiri löndum en Rúmeníu, eða 5 löndum alls. Dacia bílar eru nú seldir í meira en 100 löndum, en stærstu markaðir fyrir Dacia auk heimalandsins Rúmeníu eru Rússland, Frakkland, Brasilía, Indland og Þýskaland. Í fyrstu var ekki meiningin að selja Dacia bíla í V-Evrópu og því kemur góð sala á Dacia bílum á óvart í löndum eins og Þýskalandi og Frakklandi. Lágt verð á Dacia bílum og ágæt reynsla kaupenda þeirra hefur hinsvegar stækkað markaðinn verulega. Dacia Duster fæst á Íslandi en umboðsaðili Dacia á Íslandi er BL. Verð jeppans hjá BL er frá 3.990.000 krónum.
Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent