„Við komum ekki til með að grípa til drastískra aðgerða" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. apríl 2014 00:01 Gunnar Ingi segir hárlit hafa selst betur eftir hrun. Vísir/Stefán „Við komum ekki til með að grípa til drastískra aðgerða,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, sem selur mikið magn af hárlit – fyrir fólk sem litar hár sitt heimafyrir.Þorsteinn Sæmundsson lét fræg ummæli falla á þinginu fyrr í vikunni. Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, um niðurfærslu á höfuðstóli húsnæðislána, vera fyrir fólk sem þyrfti að lita hár sitt heima hjá sér og hefði ekki efni að fara á hárgreiðslustofu. „Ég hitti ágæta konu, framhaldsskólakennara á miðjum aldri, eiginmaðurinn var ríkisstarfsmaður í BHM. Þú voru búin að selja íbúð sem þau áttu til að fara í minni íbúð, þau voru í skilum, börðust um á hæl og hnakka, og þessi ágæta kona sagði við mig: „Ég hlakka til þess dags þegar ég get hætt að lita á mér hárið sjálf, og get farið á hárgreiðslustofu til þess að láta gera það fyrir mig.“„Kom strax kippur“ Gunnar Ingi segir að sala á hárlit hafi aukist rétt eftir hrunið árið 2008. „Það kom strax kippur. Salan jókst strax um fimmtán prósent. En svo minnkaði salan aftur um fimm prósent árið eftir, en náði svo stöðugleika eftir það – en allir sækjast jú í stöðugleikann,“ segir Gunnar Ingi. Salan á hárlit jókst því sannarlega og því má ætla að fleiri hafi gripið til þess ráðs að lita hárið sjálfir.En óttist þið aðgerðir ríkisstjórnarinnar, að þetta muni hafi neikvæð áhrif á sölu á hárlit í búðunum ykkar? „Tja...við ætlum allavega ekki að fækka búðum, það er alveg víst. Við óttumst þetta ekki. Það er alveg ljóst að við munum bara selja eitthvað annað í staðinn,“ svarar Gunnar Ingi.„Fólk kemur sjaldnar í litun“ Blaðamaður hafði samband við hárgreiðslustofu í Kópavogi. Þar á bæ finnur starfsfólk fyrir því að fólk komi sjaldnar í hárlitun. „Það er alveg mikið að gera. En við finnum fyrir minnkun. Fólk kemur sjaldnar í litun,“ segir Bylgja Dögg Sigurðardóttir sem er nemi hjá hárgreiðslustofunni Hairdoo. Hún bendir einnig á nýjan vinkil á málinu. „Við finnum fyrir því að fólk er farið að gera þetta meira heimafyrir og við vitum líka að sumir eru að taka að sér að lita fólk í heimahúsum gegn gjaldi sem þau taka inn svart.“ Hún segist halda að hárgreiðslufólk fagni aðgerðum ríkisstjórnarinnar, ef þær feli í sér að kaupmáttur aukist og fólk hafi frekar efni á því að koma á hárgreiðslustofur til þess að lita á sér hárið. Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Við komum ekki til með að grípa til drastískra aðgerða,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, sem selur mikið magn af hárlit – fyrir fólk sem litar hár sitt heimafyrir.Þorsteinn Sæmundsson lét fræg ummæli falla á þinginu fyrr í vikunni. Hann sagði aðgerðir ríkisstjórnarinnar, um niðurfærslu á höfuðstóli húsnæðislána, vera fyrir fólk sem þyrfti að lita hár sitt heima hjá sér og hefði ekki efni að fara á hárgreiðslustofu. „Ég hitti ágæta konu, framhaldsskólakennara á miðjum aldri, eiginmaðurinn var ríkisstarfsmaður í BHM. Þú voru búin að selja íbúð sem þau áttu til að fara í minni íbúð, þau voru í skilum, börðust um á hæl og hnakka, og þessi ágæta kona sagði við mig: „Ég hlakka til þess dags þegar ég get hætt að lita á mér hárið sjálf, og get farið á hárgreiðslustofu til þess að láta gera það fyrir mig.“„Kom strax kippur“ Gunnar Ingi segir að sala á hárlit hafi aukist rétt eftir hrunið árið 2008. „Það kom strax kippur. Salan jókst strax um fimmtán prósent. En svo minnkaði salan aftur um fimm prósent árið eftir, en náði svo stöðugleika eftir það – en allir sækjast jú í stöðugleikann,“ segir Gunnar Ingi. Salan á hárlit jókst því sannarlega og því má ætla að fleiri hafi gripið til þess ráðs að lita hárið sjálfir.En óttist þið aðgerðir ríkisstjórnarinnar, að þetta muni hafi neikvæð áhrif á sölu á hárlit í búðunum ykkar? „Tja...við ætlum allavega ekki að fækka búðum, það er alveg víst. Við óttumst þetta ekki. Það er alveg ljóst að við munum bara selja eitthvað annað í staðinn,“ svarar Gunnar Ingi.„Fólk kemur sjaldnar í litun“ Blaðamaður hafði samband við hárgreiðslustofu í Kópavogi. Þar á bæ finnur starfsfólk fyrir því að fólk komi sjaldnar í hárlitun. „Það er alveg mikið að gera. En við finnum fyrir minnkun. Fólk kemur sjaldnar í litun,“ segir Bylgja Dögg Sigurðardóttir sem er nemi hjá hárgreiðslustofunni Hairdoo. Hún bendir einnig á nýjan vinkil á málinu. „Við finnum fyrir því að fólk er farið að gera þetta meira heimafyrir og við vitum líka að sumir eru að taka að sér að lita fólk í heimahúsum gegn gjaldi sem þau taka inn svart.“ Hún segist halda að hárgreiðslufólk fagni aðgerðum ríkisstjórnarinnar, ef þær feli í sér að kaupmáttur aukist og fólk hafi frekar efni á því að koma á hárgreiðslustofur til þess að lita á sér hárið.
Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira