Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍBV 24-19 | Valur í kjörstöðu Anton Ingi Leifsson í Vodafone-höllinni skrifar 29. apríl 2014 11:42 Hrafnhildur Skúladóttir skýtur að marki gegn ÍBV í kvöld. Vísir/Valli Valur er komið í 2-1 í undanúrslitaeinvíginu gegn ÍBV í Olís-deild kvenna eftir góðan sigur í hörkuleik í kvöld. ÍBV liðið byrjaði af krafti og það var ljóst frá fyrstu mínútu að það stefndi í hörkuleik í Vodafone-höllinni í kvöld. Gestirnir brugðu á það ráð að spila með aukamann í sókninni í staðin fyrir markvörðinn og gekk það ágætlega. Þær komust í 0-1 og 1-2 og voru að spila fínasta bolta, en þá kveiktist á Valsvélinni. Þær leiddu alltaf með einum til tveimur mörkum, en Eyjaliðið var alls ekki langt undan. Valssliðið tók svo góðan kafla um miðjan fyrir hálfleikinn þegar þær breyttu stöðunni úr 8-7 í 11-7. Gestirnir voru þó ekki af baki dottnir og héldu vel í við heimastúlkur. Staðan í hálfleik var svo 13-11, en Guðbjörg Guðmannsdóttir minnkaði muninn í tvö mörk þegar innan við mínúta var eftir af hálfleiknum. Mikilvægt mark því Eyjastúlkur byrjuðu einnig með boltann í síðari hálfleik og þær voru einnig einum fleiri. Tæknimistök beggja liða voru full mörg í fyrri hálfleik og ætluðu þjálfara beggja liða að leggja áherslu á að fækka þessum mistökum. Valsstúlkur héldu forystunni í upphafi síðari hálfleiks og ekki hjálpaði það gestunum að Berglind Íris var í þvílíkum ham og varði hvert skotið á fætur öðru. Lítil markvarsla var hjá ÍBV í leiknum, en þegar stundarfjórðungur var til leiksloka hafði Dröfn einungis varið þrjú skot. Heimastúlkur leiddu þá með fimm mörkum og nú var spurning hvort gestirnir ætluðu að bíta frá sér síðasta stundarfjórðunginn. Það var ekki uppá teningnum. Valsstúlkur gáfu bara í ef eitthvað var og unnu að lokum fimm marka sigur, 24-19. Berglind Íris Hansdóttir var algjörlega mögnuð í marki Vals og var um 50% markvörslu. Kristín Guðmundsdóttir var frábær í liði Vals, skoraði sex mörk og gaf fjöldan allan af stoðsendingum. Anna Úrsúla spilaði líka vel í vörn sem og sókn. Í liði ÍBV spilaði vinstri hornamaðurinn Díana Dögg Magnúsdóttir afar vel og Vera Lopez skoraði nokkur mörk, en hún hefur þó nýtt sín færi betur. Markvarslan var lítil sem engin hjá ÍBV og þar liggur stóri munurinn. Varnarleikurinn var þó fínn og geta þær byggt á honum fyrir næsta leik í Eyjum sem er á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Gaman var að fylgjast með fjölda fólks frá Vestmannaeyjum sem studdi lið sitt af miklum krafti og áttu Vodafone-höllina, að minnsta kosti í fyrri leiknum. Frábær stuðningur sem hjálpaði Eyjaliðinu, klárlega.Jón Gunnlaugur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliJón Gunnlaugur Viggósson: Ætla ekki að skella tapinu á Dröfn „Við vorum bara ekki að spila nægilega vel hérna í dag. Varnarleikurinn var góður," sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „,Við vorum að fá þær í skotin sem við vildum fá þær í, en þær voru bara einfaldlega að skora úr þeim í dag. Það gerist ekki aftur næst." Jón Gunnlaugur sagði markvörsluna hefði mátt vera betri, en nýtingin sóknarlega hafði ekki verið sérstök heldur: ,,Vörnin var virkilega góð, en við skoruðum bara 19 mörk. Við fáum á okkur 24 mörk, en samt erum við bara með þrjá til fjóra bolta varða. Ég ætla ekki að skella tapinu á Dröfn því nýtingin í sókninni var alls ekki góð heldur. Þetta er blanda af mörgu sem fer með þetta í dag." „Á köflum vorum við að spila eins og tvö lið; sumar vildu keyra fram, en aðrar vildu hægja á leiknum. Það gengur ekki upp og við þurfum að laga á fimmtudaginn," sagði Gulli, eins og hann er kallaður, sem ætlar alls ekki í sumarfrí á fimmtudag: „Nei, við ætlum að vinna á fimmtudaginn og koma aftur hingað í oddaleik. Við ætlum að sýna það að það er hægt að vinna hérna," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi í leikslok.Kristín Guðmundsdóttir brýst í gegn í kvöld.Vísir/ValliKristín Guðmundsdóttir: Vorum alls ekki með í síðasta leik ,,Við vorum með á nótunum í dag, en við vorum alls ekki með í síðasta leik," sagði Kristín Guðmundsson í leikslok. Hún átti afar góðan leik. „Í Eyjum var enginn með. Nú í dag voru nokkrar, en alls ekki allar. Við þurfum ekki að spila allar vel, en ef tvær til þrjár stíga almennilega upp fer þetta vel eins og í dag." „Við vorum að taka styttri sendingar og ekki kasta boltanum útaf í gríð og erg eins og í Eyjum. Við löguðum þá hluti sem þurfti að laga, þótt við höfum kastað boltanum þarna nokkrum sinnum útaf í þessum leik," sagði Kristín og glotti. „Það er fáranlega gaman að spila í Eyjum. Það er brjáluð stemning, fullt hús af fólki og maður heyrir varla í næsta manni. Þannig á þetta að vera," segir hún og Valsstúlkur ætla klára þetta á fimmtudag: „Við ætlum til Eyja á fimmtudaginn og tryggja okkur í úrslit," sagði Kristín Guðmundsdóttir við Vísi í leikslok. Olís-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Valur er komið í 2-1 í undanúrslitaeinvíginu gegn ÍBV í Olís-deild kvenna eftir góðan sigur í hörkuleik í kvöld. ÍBV liðið byrjaði af krafti og það var ljóst frá fyrstu mínútu að það stefndi í hörkuleik í Vodafone-höllinni í kvöld. Gestirnir brugðu á það ráð að spila með aukamann í sókninni í staðin fyrir markvörðinn og gekk það ágætlega. Þær komust í 0-1 og 1-2 og voru að spila fínasta bolta, en þá kveiktist á Valsvélinni. Þær leiddu alltaf með einum til tveimur mörkum, en Eyjaliðið var alls ekki langt undan. Valssliðið tók svo góðan kafla um miðjan fyrir hálfleikinn þegar þær breyttu stöðunni úr 8-7 í 11-7. Gestirnir voru þó ekki af baki dottnir og héldu vel í við heimastúlkur. Staðan í hálfleik var svo 13-11, en Guðbjörg Guðmannsdóttir minnkaði muninn í tvö mörk þegar innan við mínúta var eftir af hálfleiknum. Mikilvægt mark því Eyjastúlkur byrjuðu einnig með boltann í síðari hálfleik og þær voru einnig einum fleiri. Tæknimistök beggja liða voru full mörg í fyrri hálfleik og ætluðu þjálfara beggja liða að leggja áherslu á að fækka þessum mistökum. Valsstúlkur héldu forystunni í upphafi síðari hálfleiks og ekki hjálpaði það gestunum að Berglind Íris var í þvílíkum ham og varði hvert skotið á fætur öðru. Lítil markvarsla var hjá ÍBV í leiknum, en þegar stundarfjórðungur var til leiksloka hafði Dröfn einungis varið þrjú skot. Heimastúlkur leiddu þá með fimm mörkum og nú var spurning hvort gestirnir ætluðu að bíta frá sér síðasta stundarfjórðunginn. Það var ekki uppá teningnum. Valsstúlkur gáfu bara í ef eitthvað var og unnu að lokum fimm marka sigur, 24-19. Berglind Íris Hansdóttir var algjörlega mögnuð í marki Vals og var um 50% markvörslu. Kristín Guðmundsdóttir var frábær í liði Vals, skoraði sex mörk og gaf fjöldan allan af stoðsendingum. Anna Úrsúla spilaði líka vel í vörn sem og sókn. Í liði ÍBV spilaði vinstri hornamaðurinn Díana Dögg Magnúsdóttir afar vel og Vera Lopez skoraði nokkur mörk, en hún hefur þó nýtt sín færi betur. Markvarslan var lítil sem engin hjá ÍBV og þar liggur stóri munurinn. Varnarleikurinn var þó fínn og geta þær byggt á honum fyrir næsta leik í Eyjum sem er á fimmtudaginn í Vestmannaeyjum. Gaman var að fylgjast með fjölda fólks frá Vestmannaeyjum sem studdi lið sitt af miklum krafti og áttu Vodafone-höllina, að minnsta kosti í fyrri leiknum. Frábær stuðningur sem hjálpaði Eyjaliðinu, klárlega.Jón Gunnlaugur á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/ValliJón Gunnlaugur Viggósson: Ætla ekki að skella tapinu á Dröfn „Við vorum bara ekki að spila nægilega vel hérna í dag. Varnarleikurinn var góður," sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „,Við vorum að fá þær í skotin sem við vildum fá þær í, en þær voru bara einfaldlega að skora úr þeim í dag. Það gerist ekki aftur næst." Jón Gunnlaugur sagði markvörsluna hefði mátt vera betri, en nýtingin sóknarlega hafði ekki verið sérstök heldur: ,,Vörnin var virkilega góð, en við skoruðum bara 19 mörk. Við fáum á okkur 24 mörk, en samt erum við bara með þrjá til fjóra bolta varða. Ég ætla ekki að skella tapinu á Dröfn því nýtingin í sókninni var alls ekki góð heldur. Þetta er blanda af mörgu sem fer með þetta í dag." „Á köflum vorum við að spila eins og tvö lið; sumar vildu keyra fram, en aðrar vildu hægja á leiknum. Það gengur ekki upp og við þurfum að laga á fimmtudaginn," sagði Gulli, eins og hann er kallaður, sem ætlar alls ekki í sumarfrí á fimmtudag: „Nei, við ætlum að vinna á fimmtudaginn og koma aftur hingað í oddaleik. Við ætlum að sýna það að það er hægt að vinna hérna," sagði Jón Gunnlaugur við Vísi í leikslok.Kristín Guðmundsdóttir brýst í gegn í kvöld.Vísir/ValliKristín Guðmundsdóttir: Vorum alls ekki með í síðasta leik ,,Við vorum með á nótunum í dag, en við vorum alls ekki með í síðasta leik," sagði Kristín Guðmundsson í leikslok. Hún átti afar góðan leik. „Í Eyjum var enginn með. Nú í dag voru nokkrar, en alls ekki allar. Við þurfum ekki að spila allar vel, en ef tvær til þrjár stíga almennilega upp fer þetta vel eins og í dag." „Við vorum að taka styttri sendingar og ekki kasta boltanum útaf í gríð og erg eins og í Eyjum. Við löguðum þá hluti sem þurfti að laga, þótt við höfum kastað boltanum þarna nokkrum sinnum útaf í þessum leik," sagði Kristín og glotti. „Það er fáranlega gaman að spila í Eyjum. Það er brjáluð stemning, fullt hús af fólki og maður heyrir varla í næsta manni. Þannig á þetta að vera," segir hún og Valsstúlkur ætla klára þetta á fimmtudag: „Við ætlum til Eyja á fimmtudaginn og tryggja okkur í úrslit," sagði Kristín Guðmundsdóttir við Vísi í leikslok.
Olís-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira