Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-21 | Stjarnan í úrslit Ingvi Þór Sæmundsson í Mýrinni skrifar 28. apríl 2014 10:53 Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði fimm mörk í kvöld. Vísir/Valli Stjarnan sendi Gróttu í sumarfrí með 23-21 sigri í afar sveiflukenndum leik í Mýrinni í kvöld. Fyrri hálfleikur var spilaður á miklum hraða og bæði liðin keyrðu miskunnarlaust í bakið á hvort öðru. Það hafði sína kosti og galla; Grótta skoraði t.a.m. fimm mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik, en gallinn var að bæði liðin gerðu ótal tæknimistök, en tapaðir boltar í leiknum skiptu tugum. Gróttukonur þurftu að vinna til að forðast snemmbúið sumarfrí og þær byrjuðu leikinn af miklum krafti, þó engin eins og Íris Björk Símonardóttir, markvörður liðsins, en hún reyndist heimakonum erfiður ljár í þúfu í upphafi leiks. Eftir 13 mínútur var hún með 64% markvörslu og hún átti hvað stærstan þátt í því að gestirnir frá Seltjarnarnesi voru fjórum mörkum yfir, 5-9, eftir 17 mínútna leik. Þá var Skúla Gunnsteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og bað um leikhlé. Eitthvað hefur hann sagt rétt því hans konur komu mjög ákveðnar til leiks eftir leikhléið. Þær skoruðu fimm mörk í röð og náðu forystunni, 10-9.Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, tók þá leikhlé og líkt og í tilviki heimakvenna komu Gróttukonur mjög sterkar út úr leikhléinu. Þær skoruðu fimm mörk gegn einu marki Stjörnunnar og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 11-14. Í seinni hálfleik var hins vegar komið að Florentinu þætti Stanciu. Markvörðurinn frábæri hafði haft óvenju hægt um sig í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik tók hún leikinn yfir. Florentina endaði leikinn með 50% markvörslu, en það segir ekki alla söguna. Hvað eftir annað í seinni hálfleik varði hún frá Gróttukonum í góðum færum á mikilvægum augnablikum og hún átti stærstan þátt í því að sigurinn hafnaði á endanum Stjörnumegin. Gróttukonur héldu forystunni framan af seinni hálfleik, þrátt fyrir að eiga í miklum vandræðum með að koma boltanum framhjá Florentinu. En á sex mínútna kafla breyttu heimakonur stöðunni úr 14-16 í 20-16 og sumarfríið virtist blasa við Seltirningum. Grótta náði hins vegar að koma sér inn í leikinn á ný með mikilli baráttu, góðri markvörslu Írisar og ekki síst mörkum Evu Bjargar Davíðsdóttur og þegar átta mínútur voru eftir var staðan jöfn, 20-20. Stjörnukonur reyndust hins vegar sterkari á lokasprettinum, skoruðu þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins og fögnuðu að lokum tveggja marka sigri, 23-21, og 3-0 sigri í einvíginu samtals.Skúli Gunnsteinsson: Ótrúlegt að við skyldum klára þetta í þremur leikjum Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur eftir sigur hans kvenna á Gróttu, 23-21, í Mýrinni í kvöld. "Eins og ég búinn að vera að segja, þá er Grótta með frábært lið og mjög skynsamt, og við áttum bara í basli með að spila á móti þeim. Þetta voru jafnir leikir og það var ótrúlegt að við skyldum ná að klára þetta í þremur leikjum. Ég er ekkert smá sáttur með það." "Eins og þú sást, þá vorum við í miklum vandræðum með þær í fyrri hálfleik, en við náðum algjörlega að loka vörninni í seinni hálfleik og það munaði ekki lítið um markvörsluna hjá Florentinu sem var ótrúlega öflug," sagði Skúli. Leikurinn var afar kaflaskiptur og Skúli segir það m.a. skýrast út af miklu leikjaálagi. "Það er ekkert rosalega skrítið þegar það er spilað svona þétt. Það er mismikið á orkutankinum. En þetta er eins fyrir bæði lið og það er ekkert skrítið að það séu smá sveiflur í þessu." Florentina Stanciu átti frábæran leik fyrir Stjörnuna og Skúli var skiljanlega sáttur með frammistöðu hennar. "Vörnin og Florentina skiluðu sigrinum. Og það var ekki verra að vera á heimavelli þegar það kviknaði á okkar liði. Við vorum að rísa á rosalega flottum tíma í leiknum." Stjarnan er komin í lokaúrslit, en það kemur í ljós á næstunni hvort liðið mætir þar ÍBV eða Val. En á Skúli sér óskamótherja? "Nei, nei. Það væri rosalega sætt að fá Val af því að við töpuðum fyrir þeim í bikarnum, en ef við fáum ÍBV þá fáum við frábæra áhorfendur, þannig að þetta eru tveir góðir kostir," sagði Skúli að lokum.Kári Garðarsson:Þetta er búið að vera glimrandi gott tímabil "Florentina reyndist okkur erfið. Hún varði aragrúa af færum sem við náðum að skapa okkur, en það var kannski það sem ég var ánægðastur með. Við náðum að spila góðan sóknarleik og skapa okkur góð færi, en í seinni hálfleik fer hún ansi illa með okkur oft á tíðum," sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu eftir tapið gegn Stjörnunni. Grótta byrjaði og endaði fyrri hálfleikinn vel, en það dugði ekki til í mjög svo sveiflukenndum leik. Á Kári einhverjar skýringar á þessum sveiflum? "Ég á kannski engar svakalegar skýringar, einhverjar sem ég myndi fá doktorsgráðu fyrir að segja. En þetta eru bara þannig lið, hörkulið bæði tvö, og þessir leikir hafa bara verið svona - það hafa verið tvö mörk í plús og þrjú í mínus og svo fram og til baka. Það er við þessu að búast. Við erum með, það má segja, lið sem er að stíga sín fyrstu skref í einhvers konar toppbaráttu og það er kannski ekkert óeðlilegt að þær séu sveiflukenndari en reynsluboltar í öðrum liðum." Grótta endaði í 5. sæti Olís deildarinnar og sló Fram út í átta liða úrslitum áður en liðið tapaði fyrir Stjörnunni. En er Kári sáttur með árangur tímabilsins? "Já, mjög sáttur. Þetta er búið að vera glimrandi gott tímabil og það hefur margt áunnist. Ég held að þetta sé einn besti árangur félagsins undanfarin 10-12 ár, þannig að það verður ekki tekið af stelpunum, þótt við hefðum viljað gera þetta einvígi meira spennandi. 3-0 er kannski ekki óskaniðurstaðan, en ég er mjög sáttur með stelpurnar," sagði Kári að endingu. Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Stjarnan sendi Gróttu í sumarfrí með 23-21 sigri í afar sveiflukenndum leik í Mýrinni í kvöld. Fyrri hálfleikur var spilaður á miklum hraða og bæði liðin keyrðu miskunnarlaust í bakið á hvort öðru. Það hafði sína kosti og galla; Grótta skoraði t.a.m. fimm mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik, en gallinn var að bæði liðin gerðu ótal tæknimistök, en tapaðir boltar í leiknum skiptu tugum. Gróttukonur þurftu að vinna til að forðast snemmbúið sumarfrí og þær byrjuðu leikinn af miklum krafti, þó engin eins og Íris Björk Símonardóttir, markvörður liðsins, en hún reyndist heimakonum erfiður ljár í þúfu í upphafi leiks. Eftir 13 mínútur var hún með 64% markvörslu og hún átti hvað stærstan þátt í því að gestirnir frá Seltjarnarnesi voru fjórum mörkum yfir, 5-9, eftir 17 mínútna leik. Þá var Skúla Gunnsteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, nóg boðið og bað um leikhlé. Eitthvað hefur hann sagt rétt því hans konur komu mjög ákveðnar til leiks eftir leikhléið. Þær skoruðu fimm mörk í röð og náðu forystunni, 10-9.Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, tók þá leikhlé og líkt og í tilviki heimakvenna komu Gróttukonur mjög sterkar út úr leikhléinu. Þær skoruðu fimm mörk gegn einu marki Stjörnunnar og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 11-14. Í seinni hálfleik var hins vegar komið að Florentinu þætti Stanciu. Markvörðurinn frábæri hafði haft óvenju hægt um sig í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik tók hún leikinn yfir. Florentina endaði leikinn með 50% markvörslu, en það segir ekki alla söguna. Hvað eftir annað í seinni hálfleik varði hún frá Gróttukonum í góðum færum á mikilvægum augnablikum og hún átti stærstan þátt í því að sigurinn hafnaði á endanum Stjörnumegin. Gróttukonur héldu forystunni framan af seinni hálfleik, þrátt fyrir að eiga í miklum vandræðum með að koma boltanum framhjá Florentinu. En á sex mínútna kafla breyttu heimakonur stöðunni úr 14-16 í 20-16 og sumarfríið virtist blasa við Seltirningum. Grótta náði hins vegar að koma sér inn í leikinn á ný með mikilli baráttu, góðri markvörslu Írisar og ekki síst mörkum Evu Bjargar Davíðsdóttur og þegar átta mínútur voru eftir var staðan jöfn, 20-20. Stjörnukonur reyndust hins vegar sterkari á lokasprettinum, skoruðu þrjú af fjórum síðustu mörkum leiksins og fögnuðu að lokum tveggja marka sigri, 23-21, og 3-0 sigri í einvíginu samtals.Skúli Gunnsteinsson: Ótrúlegt að við skyldum klára þetta í þremur leikjum Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur eftir sigur hans kvenna á Gróttu, 23-21, í Mýrinni í kvöld. "Eins og ég búinn að vera að segja, þá er Grótta með frábært lið og mjög skynsamt, og við áttum bara í basli með að spila á móti þeim. Þetta voru jafnir leikir og það var ótrúlegt að við skyldum ná að klára þetta í þremur leikjum. Ég er ekkert smá sáttur með það." "Eins og þú sást, þá vorum við í miklum vandræðum með þær í fyrri hálfleik, en við náðum algjörlega að loka vörninni í seinni hálfleik og það munaði ekki lítið um markvörsluna hjá Florentinu sem var ótrúlega öflug," sagði Skúli. Leikurinn var afar kaflaskiptur og Skúli segir það m.a. skýrast út af miklu leikjaálagi. "Það er ekkert rosalega skrítið þegar það er spilað svona þétt. Það er mismikið á orkutankinum. En þetta er eins fyrir bæði lið og það er ekkert skrítið að það séu smá sveiflur í þessu." Florentina Stanciu átti frábæran leik fyrir Stjörnuna og Skúli var skiljanlega sáttur með frammistöðu hennar. "Vörnin og Florentina skiluðu sigrinum. Og það var ekki verra að vera á heimavelli þegar það kviknaði á okkar liði. Við vorum að rísa á rosalega flottum tíma í leiknum." Stjarnan er komin í lokaúrslit, en það kemur í ljós á næstunni hvort liðið mætir þar ÍBV eða Val. En á Skúli sér óskamótherja? "Nei, nei. Það væri rosalega sætt að fá Val af því að við töpuðum fyrir þeim í bikarnum, en ef við fáum ÍBV þá fáum við frábæra áhorfendur, þannig að þetta eru tveir góðir kostir," sagði Skúli að lokum.Kári Garðarsson:Þetta er búið að vera glimrandi gott tímabil "Florentina reyndist okkur erfið. Hún varði aragrúa af færum sem við náðum að skapa okkur, en það var kannski það sem ég var ánægðastur með. Við náðum að spila góðan sóknarleik og skapa okkur góð færi, en í seinni hálfleik fer hún ansi illa með okkur oft á tíðum," sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu eftir tapið gegn Stjörnunni. Grótta byrjaði og endaði fyrri hálfleikinn vel, en það dugði ekki til í mjög svo sveiflukenndum leik. Á Kári einhverjar skýringar á þessum sveiflum? "Ég á kannski engar svakalegar skýringar, einhverjar sem ég myndi fá doktorsgráðu fyrir að segja. En þetta eru bara þannig lið, hörkulið bæði tvö, og þessir leikir hafa bara verið svona - það hafa verið tvö mörk í plús og þrjú í mínus og svo fram og til baka. Það er við þessu að búast. Við erum með, það má segja, lið sem er að stíga sín fyrstu skref í einhvers konar toppbaráttu og það er kannski ekkert óeðlilegt að þær séu sveiflukenndari en reynsluboltar í öðrum liðum." Grótta endaði í 5. sæti Olís deildarinnar og sló Fram út í átta liða úrslitum áður en liðið tapaði fyrir Stjörnunni. En er Kári sáttur með árangur tímabilsins? "Já, mjög sáttur. Þetta er búið að vera glimrandi gott tímabil og það hefur margt áunnist. Ég held að þetta sé einn besti árangur félagsins undanfarin 10-12 ár, þannig að það verður ekki tekið af stelpunum, þótt við hefðum viljað gera þetta einvígi meira spennandi. 3-0 er kannski ekki óskaniðurstaðan, en ég er mjög sáttur með stelpurnar," sagði Kári að endingu.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti