Sneggsti Smart-bíllinn Finnur Thorlacius skrifar 28. apríl 2014 10:23 Smart smábílarnir voru ekki framleiddir til hraðaksturs en eru einkar heppilegir borgarbílar. Þeir eru svo litlir að hægt er að leggja þeim þvert í stæði. Því er harla undarlegt að setja í þá átta strokka vél, risastór spyrnudekk og fara kvartmíluna á 12,2 sekúndum. Það gerir þennan Smart bíl líklega að þeim sneggsta sem um getur. Bíllinn er reyndar byggður á grind sem hæfir kvartmílubíl og svo er yfirbyggingunni á Smart bíl bætt ofaná. Markmið eiganda hans er reyndar að ná honum undir 10 sekúndna markið í kvartmílunni sem krefst væntanlega einhverrar vinnu við vélbúnað hans. Þessi gerð Smart bíla heitir SmartFor2, en eigandi bílsins hefur gefið honum nafnið SmartForDragstrip. Sjá má spyrnu Smart bílsins hér að ofan. Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent
Smart smábílarnir voru ekki framleiddir til hraðaksturs en eru einkar heppilegir borgarbílar. Þeir eru svo litlir að hægt er að leggja þeim þvert í stæði. Því er harla undarlegt að setja í þá átta strokka vél, risastór spyrnudekk og fara kvartmíluna á 12,2 sekúndum. Það gerir þennan Smart bíl líklega að þeim sneggsta sem um getur. Bíllinn er reyndar byggður á grind sem hæfir kvartmílubíl og svo er yfirbyggingunni á Smart bíl bætt ofaná. Markmið eiganda hans er reyndar að ná honum undir 10 sekúndna markið í kvartmílunni sem krefst væntanlega einhverrar vinnu við vélbúnað hans. Þessi gerð Smart bíla heitir SmartFor2, en eigandi bílsins hefur gefið honum nafnið SmartForDragstrip. Sjá má spyrnu Smart bílsins hér að ofan.
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent