Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Stjarnan 16-19 | Stjarnan í lykilstöðu Dröfn Sæmundsdóttir í Hertz-höllinni skrifar 25. apríl 2014 13:59 Vísir/Stefán Stjarnan sigraði í annarri viðureign sinni við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld, og leiðir þar með einvígið 2-0. Þær tryggðu sigurinn á lokamínútunum en leikurinn var í járnum nánast allan seinni hálfleik eftir að hafa farið hægt af stað. Gróttustelpur mættu mjög ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins án þess að Stjarnan næði að svara fyrir sig. Stjarnan var aðeins hægari í gang og skoraði sitt fyrsta mark eftir ellefu mínútna leik. En eftir að þær komust á bragðið náðu þær að halda í við Gróttu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en Grótta leiddi þó leikinn. Í seinni hálfleik var nánast allt í járnum, en Stjarnan var þó oftar með forystuna í markaskorun. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á síðustu þremur mínútum leiksins, eftir að Florentina varði í tvígang, þar af eitt vítakast. Liðin voru vel stemmd og buðu upp á ágætis skemmtun á köflum, þó var nokkuð mikið um mistök hjá báðum liðum. Það mættu fleiri láta ljós sitt skína í sóknarleik Gróttu, en mikið mæddi á Anett Köbli, sem þurfti oft að taka af skarið í sóknarleiknum. Unnur stóð þó sína vakt vel, en betur má ef duga skal. En öll mörkin hennar voru af vítalínunni.Íris Björk: Jóna er með mig í vasanum Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, hefur oft varið betur en í kvöld en hún var með ellefu varin skot. "Við spiluðum alveg frábærlega í fyrri hálfleik og sýndum þar alveg eins og í hluta síðasta leikjar að við eigum alveg fullt erindi í úrslitakeppnina," sagði Íris Björk. "En það sem gerði út um okkur í seinni hálfleik var Jóna Margrét. Bæði kemst hún of nálægt vörninni og er með mig í vasanum. Það er mín skoðun svona strax eftir leik." Hvað fannst þér mega bæta í ykkar leik? "Í síðasta leik vantaði baráttu og leikgleði, en mér fannst það vera til staðar í kvöld. Þetta var hörkuleikur en við þurfum bara að ná að klára leikinn og halda út allan tíman. Í kvöld vantaði herlsumuninn. Ef við náum að spila vel í 60 mínútur held ég að við náum að taka þetta á mánudaginn."Jóna Margrét: Flora var frábær "Við vorum hrikalega lélegar í fyrri hálfleik, en náðum þrátt fyrir það að fá ekki mörg mörk á okkur. Við kláruðum leikinn á brjálaðri vörn og baráttu og svo var Florentina frábær fyrir aftan okkur. Það má segja að hún sé uppskriftin að sigrinum," sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir en hún fór mikinn í liði Stjörnunnar. Það er engum blöðum um það að fletta að vítið sem Florentina varði á 58. mínútu gerði endanlega út um sigurvonir Gróttustelpna. Þetta var fyrsta vítið í leiknum sem hún fékk að spreyta sig á og hún þakkaði traustið pent og varði. Ester og Helena áttu líka fína spretti inn á milli og mættu sýna oftar hvað í þeim býr. Jóna sagði að Stjörnustelpur hefðu núllstilt sig í hálfleik og róað sig aðeins niður. Komið síðan brjálaðar til leiks í seinni hálfleik með heitt hjarta og kaldan haus. Það var ekki margt sem kom þeim á óvart við leik Gróttu. "Þær voru bara svipaðar og síðast, við vorum bara lengi í gang en alls ekkert stressaðar." Olís-deild kvenna Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Stjarnan sigraði í annarri viðureign sinni við Gróttu í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í kvöld, og leiðir þar með einvígið 2-0. Þær tryggðu sigurinn á lokamínútunum en leikurinn var í járnum nánast allan seinni hálfleik eftir að hafa farið hægt af stað. Gróttustelpur mættu mjög ákveðnar til leiks og skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins án þess að Stjarnan næði að svara fyrir sig. Stjarnan var aðeins hægari í gang og skoraði sitt fyrsta mark eftir ellefu mínútna leik. En eftir að þær komust á bragðið náðu þær að halda í við Gróttu það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, en Grótta leiddi þó leikinn. Í seinni hálfleik var nánast allt í járnum, en Stjarnan var þó oftar með forystuna í markaskorun. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á síðustu þremur mínútum leiksins, eftir að Florentina varði í tvígang, þar af eitt vítakast. Liðin voru vel stemmd og buðu upp á ágætis skemmtun á köflum, þó var nokkuð mikið um mistök hjá báðum liðum. Það mættu fleiri láta ljós sitt skína í sóknarleik Gróttu, en mikið mæddi á Anett Köbli, sem þurfti oft að taka af skarið í sóknarleiknum. Unnur stóð þó sína vakt vel, en betur má ef duga skal. En öll mörkin hennar voru af vítalínunni.Íris Björk: Jóna er með mig í vasanum Íris Björk Símonardóttir, markvörður Gróttu, hefur oft varið betur en í kvöld en hún var með ellefu varin skot. "Við spiluðum alveg frábærlega í fyrri hálfleik og sýndum þar alveg eins og í hluta síðasta leikjar að við eigum alveg fullt erindi í úrslitakeppnina," sagði Íris Björk. "En það sem gerði út um okkur í seinni hálfleik var Jóna Margrét. Bæði kemst hún of nálægt vörninni og er með mig í vasanum. Það er mín skoðun svona strax eftir leik." Hvað fannst þér mega bæta í ykkar leik? "Í síðasta leik vantaði baráttu og leikgleði, en mér fannst það vera til staðar í kvöld. Þetta var hörkuleikur en við þurfum bara að ná að klára leikinn og halda út allan tíman. Í kvöld vantaði herlsumuninn. Ef við náum að spila vel í 60 mínútur held ég að við náum að taka þetta á mánudaginn."Jóna Margrét: Flora var frábær "Við vorum hrikalega lélegar í fyrri hálfleik, en náðum þrátt fyrir það að fá ekki mörg mörk á okkur. Við kláruðum leikinn á brjálaðri vörn og baráttu og svo var Florentina frábær fyrir aftan okkur. Það má segja að hún sé uppskriftin að sigrinum," sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir en hún fór mikinn í liði Stjörnunnar. Það er engum blöðum um það að fletta að vítið sem Florentina varði á 58. mínútu gerði endanlega út um sigurvonir Gróttustelpna. Þetta var fyrsta vítið í leiknum sem hún fékk að spreyta sig á og hún þakkaði traustið pent og varði. Ester og Helena áttu líka fína spretti inn á milli og mættu sýna oftar hvað í þeim býr. Jóna sagði að Stjörnustelpur hefðu núllstilt sig í hálfleik og róað sig aðeins niður. Komið síðan brjálaðar til leiks í seinni hálfleik með heitt hjarta og kaldan haus. Það var ekki margt sem kom þeim á óvart við leik Gróttu. "Þær voru bara svipaðar og síðast, við vorum bara lengi í gang en alls ekkert stressaðar."
Olís-deild kvenna Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn