Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 25-26 | Valsmenn unnu eftir framlengingu Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 27. apríl 2014 00:01 Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur Valsmanna með níu mörk. Vísir/Daníel Valsmenn eru komnir í lykilstöðu í einvíginu gegn Eyjamönnum eftir 25-26 útisigur í framlengdum leik í kvöld. Staðan er 2-1 fyrir Valsmenn sem geta tryggt sér sæti í lokaúrslitum með sigri á heimavelli í næsta leik. Fyrstu tveir leikir liðanna voru ekki jafnir og hafði heimavöllurinn sitt að segja í þeim efnum. Valsarar mættu með fimmtíu manna hóp sem var dreginn áfram á trommuslætti og gerðu allt til þess að láta Valsmönnum líða eins og á heimavelli. Hvítu Riddararnir voru auðvitað á staðnum líka og sáu til þess að ekki heyrðist í gestunum. Eyjamenn tóku fljótt undirtökin í leiknum og varð Ólafur Stefánsson að taka leikhlé þegar ekki langt var liðið á leikinn. Þegar Eyjamenn komust þremur mörkum virtust þeir vera í nokkuð þægilegri stöðu, sóknarleikur liðsins var góður og vörnin öflug. Þegar að sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik ákvað Hlynur Morthens að skella lás á mark Valsmanna en hann varði meðal annars víti á þeim tíma. Valsmenn skoruðu því seinustu fimm mörk fyrri hálfleiks, en þá var staðan orðin 9-12. Einungis nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þegar að munurinn var orðinn fjögur mörk en þá settu Eyjamenn heldur betur í næsta gír og skoruðu næstu átta mörk leiksins og juku því muninn í fjögur mörk þegar að rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Ólafur Stefánsson skipti Atla Má Bárusyni inn á völlinn og átti hann ekki eftir að sjá eftir því, Atli spilaði seinustu mínútur leiksins gríðarlega vel og skoraði á þeim tvö mörk sem voru liður í endurkomu Valsmanna sem tókst á einhvern ótrúlegan hátt að jafna metin þegar að tæp mínúta var eftir af leiknum. Leikurinn fór eins og áður segir í framlengingu en þar voru Valsmenn alltaf sterkari og innsiglaði Elvar Friðriksson sigurinn með föstu skoti af gólfinu, Hlynur Morthens varði seinustu skotin og því eins marks sigur Valsmanna staðreynd.Ólafur Stefánsson: Erum heppnir að ná í framlengingu „Ég er þakklátur fyrir mikla baráttu minna manna, þetta leit ekki vel út. Seinni hálfleikurinn var sveiflukenndur, við vorum heppnir að fá framlengingu en við unnum fyrir því,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara eftir að hans menn komust yfir í einvíginu gegn Eyjamönnum. „Við missum Guðmund og Ægi af velli en Orri kom sterkur í hafsentinn, nú förum við í bátinn og setjumst niður,“ sagði Ólafur, en Valsarar leiddu leikinn um tíma í seinni hálfleik en tókst að glutra forystunni til heimamanna. Ólafur vildi meina að auðvitað snerist framlengingin örlítið um heppni, því að lítið má fara úrskeiðis á svona stuttum tíma. Ólafur sagði einnig að allt væri opið þó svo að hans menn væru nú komnir yfir í einvíginu.Gunnar Magnússon: Ég er orðlaus „Maður er orðlaus eftir svona leik og það er með ólíkindum að við skulum ekki klára þetta. Ég veit ekki hversu mörg stangarskot við áttum, þetta er ótrúlegt,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í framlengdum leik. „Ef það er einhverstaðar heppni til þá hlýtur það að vera skýringin á þessu. Þetta er spurning um millimeter til eða frá, ef eitt af þessum fimm eða sex stangarskotum á síðustu mínútunum hefði farið inn þá er þetta sigur. Ég er búinn að vera í þessu lengi en þetta er eitt það svakalegasta sem ég hef lent í, að missa þetta niður í tap.“ „Höllin var stórkostleg og það er varla til orð til þess að lýsa stuðningnum sem við fengum. Ég var í Makedóníu um daginn og þar var stemning en þetta er með því magnaðara sem eg hef lent í,“ sagði Gunnar en Hvítu riddararnir stóðu sig gríðarlega vel á pöllunum líkt og stuðningsmenn Vals. „Þetta snýst um að safna orku, við þurfum að vera sprækir og með hausinn í lagi,“ eru orð Gunnars um leikinn sem fer fram á þriðjudaginn en þá þurfa Eyjamenn að sækja sigur í Vodafone-höllina. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Sjá meira
Valsmenn eru komnir í lykilstöðu í einvíginu gegn Eyjamönnum eftir 25-26 útisigur í framlengdum leik í kvöld. Staðan er 2-1 fyrir Valsmenn sem geta tryggt sér sæti í lokaúrslitum með sigri á heimavelli í næsta leik. Fyrstu tveir leikir liðanna voru ekki jafnir og hafði heimavöllurinn sitt að segja í þeim efnum. Valsarar mættu með fimmtíu manna hóp sem var dreginn áfram á trommuslætti og gerðu allt til þess að láta Valsmönnum líða eins og á heimavelli. Hvítu Riddararnir voru auðvitað á staðnum líka og sáu til þess að ekki heyrðist í gestunum. Eyjamenn tóku fljótt undirtökin í leiknum og varð Ólafur Stefánsson að taka leikhlé þegar ekki langt var liðið á leikinn. Þegar Eyjamenn komust þremur mörkum virtust þeir vera í nokkuð þægilegri stöðu, sóknarleikur liðsins var góður og vörnin öflug. Þegar að sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik ákvað Hlynur Morthens að skella lás á mark Valsmanna en hann varði meðal annars víti á þeim tíma. Valsmenn skoruðu því seinustu fimm mörk fyrri hálfleiks, en þá var staðan orðin 9-12. Einungis nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þegar að munurinn var orðinn fjögur mörk en þá settu Eyjamenn heldur betur í næsta gír og skoruðu næstu átta mörk leiksins og juku því muninn í fjögur mörk þegar að rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Ólafur Stefánsson skipti Atla Má Bárusyni inn á völlinn og átti hann ekki eftir að sjá eftir því, Atli spilaði seinustu mínútur leiksins gríðarlega vel og skoraði á þeim tvö mörk sem voru liður í endurkomu Valsmanna sem tókst á einhvern ótrúlegan hátt að jafna metin þegar að tæp mínúta var eftir af leiknum. Leikurinn fór eins og áður segir í framlengingu en þar voru Valsmenn alltaf sterkari og innsiglaði Elvar Friðriksson sigurinn með föstu skoti af gólfinu, Hlynur Morthens varði seinustu skotin og því eins marks sigur Valsmanna staðreynd.Ólafur Stefánsson: Erum heppnir að ná í framlengingu „Ég er þakklátur fyrir mikla baráttu minna manna, þetta leit ekki vel út. Seinni hálfleikurinn var sveiflukenndur, við vorum heppnir að fá framlengingu en við unnum fyrir því,“ sagði Ólafur Stefánsson, þjálfari Valsara eftir að hans menn komust yfir í einvíginu gegn Eyjamönnum. „Við missum Guðmund og Ægi af velli en Orri kom sterkur í hafsentinn, nú förum við í bátinn og setjumst niður,“ sagði Ólafur, en Valsarar leiddu leikinn um tíma í seinni hálfleik en tókst að glutra forystunni til heimamanna. Ólafur vildi meina að auðvitað snerist framlengingin örlítið um heppni, því að lítið má fara úrskeiðis á svona stuttum tíma. Ólafur sagði einnig að allt væri opið þó svo að hans menn væru nú komnir yfir í einvíginu.Gunnar Magnússon: Ég er orðlaus „Maður er orðlaus eftir svona leik og það er með ólíkindum að við skulum ekki klára þetta. Ég veit ekki hversu mörg stangarskot við áttum, þetta er ótrúlegt,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjamanna, eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í framlengdum leik. „Ef það er einhverstaðar heppni til þá hlýtur það að vera skýringin á þessu. Þetta er spurning um millimeter til eða frá, ef eitt af þessum fimm eða sex stangarskotum á síðustu mínútunum hefði farið inn þá er þetta sigur. Ég er búinn að vera í þessu lengi en þetta er eitt það svakalegasta sem ég hef lent í, að missa þetta niður í tap.“ „Höllin var stórkostleg og það er varla til orð til þess að lýsa stuðningnum sem við fengum. Ég var í Makedóníu um daginn og þar var stemning en þetta er með því magnaðara sem eg hef lent í,“ sagði Gunnar en Hvítu riddararnir stóðu sig gríðarlega vel á pöllunum líkt og stuðningsmenn Vals. „Þetta snýst um að safna orku, við þurfum að vera sprækir og með hausinn í lagi,“ eru orð Gunnars um leikinn sem fer fram á þriðjudaginn en þá þurfa Eyjamenn að sækja sigur í Vodafone-höllina.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Sjá meira