Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Valur 23-17 | Eyjakonur jöfnuðu einvígið Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 27. apríl 2014 00:01 Vísir/Valli Eyjakonur jöfnuðu metin í einvíginu gegn Valskonum í dag í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær unnu, 23-17, í hreint út sagt ótrúlegum leik. Leikurinn hófst eins og fyrri leikur liðanna þar sem mikið jafnræði var á með liðunum og nánast jafnt á öllum tölum en mikil stemning var á pöllunum í fyrri hálfleik.Vera Lopes besti leikmaður Eyjakvenna á tímabilinu átti góðan leik og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þegar venjulegur leiktími fyrri hálfleiks var úti og aðeins aukakast eftir skaut Vera Lopes boltanum í andlit Karólínu Bæhrenz Lárudóttur og var því vísað af velli með rautt spjald. Margir héldu að nú myndu Valskonur ganga á lagið og valta yfir Eyjastúlkur sem voru þá að spila án síns besta leikmanns en allt kom fyrir ekki. Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og nýttu ungar stelpur tækifærið. Samspil heimakvenna virtist batna til mikilla muna í seinni hálfleik en þær nýttu sér „sjöunda sóknarmannin“ en það var Þórsteina Sigurbjörnsdóttir sem gegndi því hlutverki. Stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu Riddararnir, létu vel í sér heyra og gáfu heimakonum þann styrk sem þær þurftu á að halda til þess að jafna einvígið. Eyjakonur styrktust einungis þegar leið á leikinn og lönduðu sex marka sigri með ótrúlegum seinni hálfleik en lokatölur urðu 23-17, eins og áður segir.Jón Gunnlaugur og Svavar Vignisson.Vísir/DaníelJón Gunnlaugur: Áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum „Þetta var algjörlega frábær leikur, Svavar stillti vörninni frábærlega upp, stelpurnar stigu upp þegar þær þurftu. Þetta var ótrúlega, ótrúlega flott,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir glæsilegan sigur á Valskonum í dag. „Við unnum þær heima í deildinni, ég vissi að við myndum vinna þennan leik. Nú þurfum við að sýna að við getum klárað þær á útivelli.“ „Við erum búnir að nota níu unglingaflokksstelpur í vetur og það er að skila sér í svona leik þegar á þarf að halda,“ sagði Jón Gunnlaugur sem var gríðarlega sáttur með sínar stelpur í dag sem spiluðu ótrúlegan handbolta í seinni hálfleik. „Þetta var ótrúlegur stuðningur, mig langar að þakka öllu Eyjafólki fyrir að hafa mætt á þennan leik, þetta er áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum fyrir okkur. Þetta er ómetanlegt.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Eyjakonur jöfnuðu metin í einvíginu gegn Valskonum í dag í undanúrslitum Olís-deildar kvenna en þær unnu, 23-17, í hreint út sagt ótrúlegum leik. Leikurinn hófst eins og fyrri leikur liðanna þar sem mikið jafnræði var á með liðunum og nánast jafnt á öllum tölum en mikil stemning var á pöllunum í fyrri hálfleik.Vera Lopes besti leikmaður Eyjakvenna á tímabilinu átti góðan leik og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þegar venjulegur leiktími fyrri hálfleiks var úti og aðeins aukakast eftir skaut Vera Lopes boltanum í andlit Karólínu Bæhrenz Lárudóttur og var því vísað af velli með rautt spjald. Margir héldu að nú myndu Valskonur ganga á lagið og valta yfir Eyjastúlkur sem voru þá að spila án síns besta leikmanns en allt kom fyrir ekki. Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og nýttu ungar stelpur tækifærið. Samspil heimakvenna virtist batna til mikilla muna í seinni hálfleik en þær nýttu sér „sjöunda sóknarmannin“ en það var Þórsteina Sigurbjörnsdóttir sem gegndi því hlutverki. Stuðningsmannasveit Eyjamanna, Hvítu Riddararnir, létu vel í sér heyra og gáfu heimakonum þann styrk sem þær þurftu á að halda til þess að jafna einvígið. Eyjakonur styrktust einungis þegar leið á leikinn og lönduðu sex marka sigri með ótrúlegum seinni hálfleik en lokatölur urðu 23-17, eins og áður segir.Jón Gunnlaugur og Svavar Vignisson.Vísir/DaníelJón Gunnlaugur: Áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum „Þetta var algjörlega frábær leikur, Svavar stillti vörninni frábærlega upp, stelpurnar stigu upp þegar þær þurftu. Þetta var ótrúlega, ótrúlega flott,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Eyjakvenna, eftir glæsilegan sigur á Valskonum í dag. „Við unnum þær heima í deildinni, ég vissi að við myndum vinna þennan leik. Nú þurfum við að sýna að við getum klárað þær á útivelli.“ „Við erum búnir að nota níu unglingaflokksstelpur í vetur og það er að skila sér í svona leik þegar á þarf að halda,“ sagði Jón Gunnlaugur sem var gríðarlega sáttur með sínar stelpur í dag sem spiluðu ótrúlegan handbolta í seinni hálfleik. „Þetta var ótrúlegur stuðningur, mig langar að þakka öllu Eyjafólki fyrir að hafa mætt á þennan leik, þetta er áttundi og níundi maðurinn inni á vellinum fyrir okkur. Þetta er ómetanlegt.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira